Leita í fréttum mbl.is

Aftur til Pompei og verðlaunabók af Bakkanum (Jólabókablogg III)

Það er gróska í unglingabókum og það er gott. Við Sunnlendingar að vonum svoldið montnir yfir að eiga verðlaunahöfundinn Guðmund Brynjólfsson á Eyrarbakka sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin fyrir "Þvílíka viku." Lipurlega skrifaður texti og sannfærandi fyrir óþekkt og þankagang nútíma unglinga. Hefði viljað lesa bók sem þessa meðan ég sjálfur átti unglinga og getað þá lagt betra mat á hversu vel höfundi tekst að komast inn í þankagang þessara undarlegu vera. En hafandi alið þá upp fjóra og ráma í margt sem ég les í bók Guðmundar held ég að hann sé vel að íslensku barnabókaverðlaununum kominn.aftur_til_pompei_2.jpg

Annar verðlaunahöfundur sem hefur slegið í gegn síðustu tíu árin er svíinn Kim M. Kimselius sem sendi árið 1997 frá sér bókina Tillbakka till Pompeji. Elín Guðmundsdóttir þýðandi hjá Urði hefur nú snarað þessari fyrstu bók Kimseliusar og þess má geta að saman heimsækja þær, höfundur og þýðandi, Sunnlenska bókakaffið á miðvikudaginn kemur og verða um hádegisbil við upplestur og áritanir bóka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband