Leita í fréttum mbl.is

Þriggja ára afmæli

Í dag, 7. október, er Sunnlenska bókakaffið þriggja ára. Bókakaffið hefur vaxið og dafnað á þessum þremur árum og má segja að vistarverum bókakaffisins hafi fjölgað um eina á ári. Þegar við opnuðum var bókakaffið í einu herbergi. Ári síðar bættist svo við lítið fornbókaherbergi og eldhús. Á þessu sumri var enn stækkað, veröndina fyrir framan búðina var lagfærð og í ágúst opnuðum við svo Litla menningarsalinn. Þau tíðindi gerðust svo í dag á afmælisdegi Bókakaffisins að við fengum píanó í litla salinn okkar. Þannig að núna er ekkert því til fyrirstöðu að hið talaða og sungna orð blómstri í Bókakaffinu. Að lokum þökkum við viðskiptin á þessum þremur árum. -eg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband