Leita í fréttum mbl.is

Burðarlasinn ekkjumaður sem dó í Stórubólu

Á árunum 1697-1707 bjó í Keldnakoti í Flóa maður að nafni Þorvaldur Jónsson. Hann mun fæddur 1635 og er húsmaður  á Skúmsstöðum á Eyrarbakka 1681. Talinn í manntali 1703 ekkjumaður "burðarlasinn," dó í Stórubólu 1707. Dætur átti hann þrjár og er af þeim nokkur saga.

 

Þannig hefst þáttur Helga Ívarssonar um Þorvald í Keldnakoti þar sem segir fráfjölmörgum merkum Flóamönnum, þar sem fléttað er saman heimildum 18., 19. og 20. aldar en þátturinn er skráður á þeirri 21. 

 

Þegar ég skráði örnefni í Brattsholti 1983 var áberandi vallgróin rúst vestan við túnið nefnd Þórutóft nr. 13 á örnefnaskránni. Sigurður Pálsson fæddur í Brattsholti 1895 var heimildarmaður minn þarna um örnefnin. Taldi hann að þarna hefði verið kofi einsetukonu með þessu nafni en kunni á henni engin deili. Í huga mér er óljós sögn um að konan í kofanum hafi verið Þóra Bergsdóttir sem þarna hafi búið sín síðustu ár. Set ég þetta hér með stærsta fyrirvara því sögnin er óviss.

 

Ekki er þó gaman að guðsspjöllunum ef enginn er í þeim bardaginn og því eru í þáttum Helga ýmsir bardagar:

 

Þeirrar orsakar vegna að hérnefnd Margrét hafði uppá sig játað í votta viðurvist að hún hefði tekið með leynd eina á frá nefndum Ingimundi, skorið hana á næturtíma og falið síðan í poka, niður í brunni falið og þetta sama höfðu leitarmenn fundið þá þeir það rannsökuðu. Er nú Margrét áðurnefnd hér persónulega nálæg og játar nú sem fyrr þetta allt satt að vera: En öngva segir hún í þessu verki með sér hafi hvörki í ráðum né dáðum.

 

Sjá nánar í kveri því sem út kemur þegar líður að hausti, sjá nánar http://bokakaffid.blog.is/blog/bokakaffid/entry/875558/

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband