Leita í fréttum mbl.is

Dan Brown = Ian Flemming

dan_brown

Myndin "Englar og djöflar" var frumsýnd núna fyrir stuttu. Eins og flestir vita er hún gerð eftir samnefndri bók eftir höfundinn heimsfræga Dan Brown. Bókin er nokkuð góð og höfundurinn nær að spila vel úr staðreyndum án þess að breyta þeim of mikið. Hún er vissulega betri en bókin "Da Vinci lykillinn" þar sem sagan gerist óttalega hægt og eiginlega alltof lítið gerist á hverri síðu og þannig nær höfundur að lengja bókina með einstaklega leiðinlegum og of rómantískum lýsingum á umhverfinu.

Það var líka gerð mynd eftir þeirri bók sem var eins og bókin, ekki upp á marga fiska. Þrátt fyrir það náði sú mynd bókinni betur heldur en myndin "Englar og djöflar" náði sinni bók. Í "Da Vinci lyklinum" gerðist meira og minna allt eftir bókinni. Hún gerðist hægt, persónan sem hann Tom Hanks lék var mjög stirð og hundleiðinleg og franska leynilögreglan hélt uppi skemmtilegri alhæfingu Frakka, semsagt mjög hrokafullur.

Myndin "Englar og djöflar" breytir bókinni frá því að vera mjög fræðandi og fyndin í að vera eins og einhver James Bond thriller með alltaf töff aðalpersónu sem minnir helst á persónu Ian Flemmings, James Bond. Einnig hefur hún tekið að sér sama hraða og margar kjánalegar Hollywood myndir gera.

Það er leiðinlegt að sjá hvernig Hollywood tekst að eyðileggja fínar bókmenntir bara til að heilla til sín nokkra áhorfendur og græða peninga. Og ef ég vitna í Robert Plant: "In the old days, this would be called selling out."

gbv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég var mjög hrifin af bókinni en á eftir að sjá myndina, býð spennt. Takk fyrir þessá rýni.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.5.2009 kl. 21:44

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Mér fannst bókin hrikalega spennandi og lagði hana ekki frá mér fyrr en henni var lokið. Ég á hins vegar eftir að sjá myndina. Mín reynsla er sú að bækurnar eru alltaf betri en myndirnar. Ég verð iðulega fyrir vonbrigðum með þær, en svo er bara sjá hvað gerist.

Sigurlaug B. Gröndal, 27.5.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband