Leita í fréttum mbl.is

,,Vofa gengur nú ljósum logum um Evrópu"

,,Vofa gengur nú ljósum logum um Evrópu - vofa kommúnismans". Kommúnistaávarpið hefst á þessum orðum en mikill áhugi hefur verið á þeirri bók síðustu vikurnar. Aðrar bækur um þjóðfélagsmál hafa einnig verið vinsælar í haust og í vetur og má þar nefna bókina Múrbrot sem er greinasafn vinstrimanna, bók Óla Björns Kárason FL - Stoðir bresta og svo auðvitað Farsældar Frón sem er greinasafn eftir Bjarna Harðarson. Nýjasta bókin í þessum flokki er bók Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og ber hún heitið ,,Hvað er Íslandi fyrir bestu?" og spurning hvort hann eða aðrir kunni svör við því.

-eg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

,,Þýski hagsögufræðingurinn Werner Sombart komst einu sinni svo að orði, að Kommúnistaávarpið væri einstætt snilldarverk. Hann segir í riti sínu, Sozialismus und soziale Bewegung: ,,Kommúnistaávarpið er skrifað af töfrandi funa. Hugmyndaauður þess er nánast furðulegur, ekki síst þegar þess er gætt, að höfundarnir voru ungir menn, á þrítugs aldri. Ályktanir þeirra eru sprottnar af skyggnu mannviti. Svo hefur verið sagt, að Kommúnistaávarpið hafi að geyma allt, er menn vita um eðli ríkjandi þjóðfélags. Og í rauninni er þetta að nokkru leyti rétt - þótt alls staðar sé farið fljótt yfir sögu. En jafnvel þeir, sem hafa unnið áratugum saman að rannsókn félagslegra viðfangsefna, finna jafnan ný sannindi í Kommúnistaávarpinu"."

Þannig hefst ,,Aldarminning Kommúnistaávarpsins" eftir Sverri Kristjánsson, sagnfræðing.

Jóhannes Ragnarsson, 17.1.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband