Leita í fréttum mbl.is

Stórvirki af Skeiðunum og snilld Guðbergs

Þó fjöldi sunnlenskra bóka í ár svari ekki að öllu leyti til íbúafjölda á Suðurlandi er eitt mesta stórvirki þessara jóla komið hér af Suðurlandi og það úr hjarta landbúnaðarsveitanna, frá Jóni Eiríkssyni bónda í Vorsabæ á Skeiðum, Jarðabók Skeiðahrepps. jardabok

Bókin er nú loksins komin í sölu í Sunnlenska bókakaffinu og kostar litlar 14.990 en er þó miðað við þyngd ein ódýrasta bók hússins. Bók þessi er prentuð á Indlandi og vegna aðstæðna á þessu hausti dróst að hún kæmist í skip. Um tíma var óttast að Sómalskir skæruliðar kynnu að ná kjörgrip þessum á sitt vald og örugglega gert sér mat úr. En úr öllum hættum var verki þessu borgið og komst á Reykvískan hafnarbakka fyrir þremur dögum og samdægurs hingað austur. Og við erum hér að tala um  bók sem unnið hefur verið að í sex áratugi...

Jón hefur frá því snemma á fimmta áratug tuttugustu aldar fengist við söfnun og skráningu örnefna í sinni heimasveit. Mun óhætt að fullyrða að fáar sveitir á Íslandi hafa í þessum efnum notið eins mikillar natni. Nú kemur þetta æviverk Jóns út á bók sem er stór bók og  í  stóru broti og er öll hinn mesti kjörgripur. Hér að finna litprentaðar loftmyndir  af gudberguröllum jörðum sveitarinnar ásamt örnefnaskýrslum þar sem fjallað er um hvert örnefni. Ennfremur gerir höfundur grein fyrir helstu þjóðleiðum um Skeið og nálægar sveitir á liðnum öldum, rakin saga Skeiðahrepps á 20. öld og í bókarbyrjun er almenn sveitarlýsing. Með hverri jörð er getið ábúenda allra jarða allt frá árinu 1703 og sagt frá breytingum á búskaparháttum síðustu 100 ára í máli og myndum.

En þegar hugurinn þreytist á að þræða sig eftir fornum þjóðleiðum og örnefnasögum Skeiða og Flóa er góð tilbreyting að lesa Guðberg Bergsson sem eins og fyrri daginn kemur lesendum sínum á óvart. Nú með barnabók sem er samt ekki við hæfi barna, en um leið uppeldisbók sem ég er ekki viss um að sé við hæfi kennara eða foreldra - en er samt bók sem á samt erindi við okkur öll. Börnin í tossabekk leggja hér í mikið ferðalag hugmynda, fordóma, sleggjudóma og hitta fyrir sinn eigin ótta, hugaróra og fíflsku í bráðskemmtilegri ferðasögu um þessa og annars heims kjallaraherbergi skólans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband