11.11.2011 | 09:51
Hrappseyjarprent norsku laga
Kristján V (1646-1699) einvaldskonungur í Dansk-norska ríkinu innleiddi 1687 sérstakan lagabálk sem miðaði við aðstæður í Noregi og nefnast enn þann dag í dag Norsku lög.
Þau voru prentuð í Kaupmannahöfn á dönsku nokkrum árum eftir útgáfu þeirra en nærri hundrað ár liðu áður en þau komu út á íslenskri tungu. Það var með útgáfu þeirri sem hér er boðin til kaups sem er prentuð í Hrappsey árið 1779 og heitir: Kongs Christians Þess Fimta Norsku Løg : a Islensku Utløgd. Þýðandi var Magnús Ketilsson sýslumaður en inngang ritar Bogi Benediktsson.
Bókin er 755 síður í stóru broti. Af íslenskum gersemum í flokki prentaðra lögfræðibóka stendur engin framar þessari merku bók sem hér er boðin til kaups fyrir 220 þúsund krónur, https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=171141
Norsku lög voru lögð til grundvallar í lögréttu á Alþingis seinustu aldir þess og enn eru einstakar greinar Norsku lagar taldar gilda hér á landi, s.s. sjötta grein úr 14. kapítula sem ber heitið Um ofríki og hervirki. Greinin sem enn stendur fyrir sínu og nýst hefur eftir bankahrunið fræga er svohljóðandi:
6. Nú vill maður eigi flytjast úr leiguhúsi á fardegi réttum, enda hafi honum verið löglega byggt út, eða hann hefst við í húsi, sem hann á engan rétt til, eða hefir verið dæmdur úr, að ólofi eiganda, og má þá eigandi án frekara dóms láta þjóna réttarins ryðja húsið. ...
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.