Leita í fréttum mbl.is

Hrappseyjarprent norsku laga

norsku_log2Kristján V (1646-1699) einvaldskonungur í Dansk-norska ríkinu innleiddi 1687 sérstakan lagabálk sem miðaði við aðstæður í Noregi og nefnast enn þann dag í dag Norsku lög.

Þau voru prentuð í Kaupmannahöfn á dönsku nokkrum árum eftir útgáfu þeirra en nærri hundrað ár liðu áður en þau komu út á íslenskri tungu. Það var með útgáfu þeirri sem hér er boðin til kaups sem er prentuð í Hrappsey árið 1779 og heitir:  Kongs Christians Þess Fimta Norsku Løg : a Islensku Utløgd. Þýðandi var Magnús Ketilsson sýslumaður en inngang ritar Bogi Benediktsson.

Bókin er 755 síður í stóru broti. Af íslenskum gersemum í flokki prentaðra lögfræðibóka stendur engin framar þessari merku bók sem hér er boðin til kaups fyrir 220 þúsund krónur, https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=171141

norsku_log

 Norsku lög voru lögð til grundvallar í lögréttu á Alþingis seinustu aldir þess og enn eru einstakar greinar Norsku lagar taldar gilda hér á landi, s.s. sjötta grein úr 14. kapítula sem ber heitið Um ofríki og hervirki. Greinin sem enn stendur fyrir sínu og nýst hefur eftir bankahrunið fræga er svohljóðandi:

6.  Nú vill maður eigi flytjast úr leiguhúsi á fardegi réttum, enda hafi honum verið löglega byggt út, eða hann hefst við í húsi, sem hann á engan rétt til, eða hefir verið dæmdur úr, að ólofi eiganda, og má þá eigandi án frekara dóms láta þjóna réttarins ryðja húsið. ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband