Leita í fréttum mbl.is

Kona sem slegið er utan um

Í gömlum heimildum er stundum minnst á það fólk sem tók slíkt æði að okkar gamla og frumstæða samfélag kunni ekki önnur ráð en að slá utan um það. Hugtakið vísar til þess að slá saman spýtum í þesskonar fangelsi að hin óði geti ekki farið sjálfum sér né öðrum að voða. Fyrir okkur nútímafólki ber ber það vitaskuld vott um nokkurt miskunnarleysi og jafnvel grimmd að þessi fangelsi voru alla jafna ekki nema lítil búr, eins og kassi eða í besta falli lokrekkja.

Kristín Steinsdóttir rithöfundur hefur nú skrifað ljúfa og grimma sögu af ömmu sinni sem var svona kona sem afi höfundarins átti að lokum ekkert annað ráð gagnvart en að slá utan um hana búr uppi í baðstofunni. Og um leið og við kynnumst í skrifum Kristínar sárum harmi þessarar konu, grimmd samfélagsins gagnvart veikindum hennar og ljótleika fordómanna þá birtist okkur líka hin hliðin. Magnleysi aðstandenda hins veika, ást þeirra og þolgæði en líka uppgjöf og vonleysi gagnvart því sem ekki getur breyst. 

Maníuköst sögupersónunnar eiga sér hliðstæðu í ærandi kvensemi hreppstjórans föður hennar. Öll þekkjum við bókmenntir og úr henni veröld líka hvernig taumleysi alkóhólistans brýtur niður fjölskyldur, ást og allt sem er okkur einhvers virði í lífinu. Hér er drifkraftarnir aðrir en brennivínið en útkoman sú sama í magnaðri og vel skrifaðri bók. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband