15.11.2010 | 21:42
Klámfengin bók en góð
Dagur kvennanna eftir Megas og Þórunni
Þó svo að Dagur kvennanna eftir þau Megas og Þórunni Valdimarsdóttur fjalli sérstaklega um einn merkisdag í sögu þjóðarinnar er verkið ekki sagnfræði. Og gerir heldur ekki tilkall til þess. Í undirtitli segir að þetta sé ástarsaga. Sem orkar tvímælis.
Kannski er verkið nær því að vera sagnfræði en ástarróman, en þá sagnfræði hugmynda, ímynda og afmyndana. Hér fá kvenréttindaöfgar á lúðurinn og yfirdrepskapur hinna vammlausu. En bókin er engu að síður innlegg í umræðuna um jafnrétti og á sinn sérstaka og gróteska hátt frelsisrit konunnar, kynverunnar, karlpunganna og yfirleitt alla sem finna einhverja þörf fyrir að lifa af.
Orðfæri og stíll er kynngimagnaður. Fyrir þá sem hafa lesið Björn og Svein eftir Megas er sumt hér kunnuglegt en Dagur kvennanna er samt öll aðgengilegri, léttari og auðskiljanlegri. Bókin er vitaskuld klámfengin, jafnvel æsandi viðkvæmum og á köflum subbuleg en allur sá subbuskapur á sér tilverurétt í þessari áleitnu rómönsu.
Semsagt, alveg slatti mikið af stjörnum, svona eins og mærin Máney hin yndisfríða hefði nennt að rogast með á góðum degi upp í daunilla kompu Himinrjóðs...Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.11.2010 kl. 12:58 | Facebook
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]
Athugasemdir
Meistari Megas er ritsnillingur, hlakka til að lesa bók hans!!
Gunnar Heiðarsson, 16.11.2010 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.