Leita í fréttum mbl.is

Árni Matthíasson (arnim@mbl.is) skrifar um Sigurð fót og aðra brakúna

Í orðanna hljóðan, sunnudagsblaði Morgunblaðsins 7. nóv. 2010, skrifar Árni Matthíasson um bækur sem tengjast hruninu og segir þar um Sigurðar sögu fóts:

Ævintýrasagan Sigurðar saga fóts eftir Bjarna Harðarson segir ekki bara sögu hrunsins heldur sögu uppsveiflunnar líka, þess hvernig íslenskir viðskiptamenn fyrri tíma, sem voru ekki síður ævintýramenn, ólu upp kynslóð brakúna sem kunna fátt annað en að skulda og urðu líka heimsmethafar í þeirri iðju.
Líkt og í bók Óttars (M. Norðfjörð, Áttablaðarósinni) finnst manni sem maður þekki annan hvern mann, sem fígúrur úr viðskipta- og stjórnmálalífinu lifni við á síðunum, hálfu geggjaðri og mun skemmtilegri.
Miðað við hefðbundna greiningu á sorgarviðbrögðum erum við búin með doðann og afneitunina og á leið út úr reiðinni og inn í þunglyndið. Lokaskrefið er svo sáttin, sem kemur kannski þegar við höfum öll flust í afskekktan dal austur í Asíu og ræktum þar garðinn okkar í sátt við allt og alla líkt og Sigurður fótur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband