Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Menning og listir

Jólatónlist í Sunnlenska bókakaffinu

Á morgun 19. desember kl. 17:00 mun blokkflautuhópur úr Tónlistarskóla Árnesinga leika fyrir gesti og gangand. Stjórnandi hópsins er Helga Sighvatsdóttir.

Upplestur í kvöld og aftur á sunnudag

Sunnlenska bókakaffiđ sendi í vikubyrjun frá sér tilkynningu og auglýsti síđasta upplestur ţessarar ađventu á fimmtudagskvöldiđ, semsagt í kvöld. Og ţađ verđur lesiđ í kvöld en nú hefur okkur borist sá liđsauki á sunnudag ađ ţá verđur einnig lesiđ.

En semsagt í kvöld mćta:hallgrimur

Úlfar Ţormóđsson sem er höfundur meistaraverksins Hallgrímur, ţar sem segir frá umbrotasamri ćvi sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar. Tvímćlalaust ein besta bók ţessara jóla.

Ţórhallur Heimisson sem skrifar um Maríu Magdalenu og veltir upp hvort hún hafi veriđ vćndiskona eđa vegastjarna.

Hallur Hallsson sem skrifar Váfugl, magnađa bók um framtíđ íslensku ţjóđarinnar í höndum ESB.

Heimir Már Pétursson sem sendir frá sér ljóđabókina Nakinn.

 

En á sunnudaginn klukkan ţrjú síđdegis mćta galdramenn og segja frá ćvisögu Baldurs Brjánssonar, Töfrum líkast og fremja í leiđinni nokkra sérsmíđađa galdra fyrir sunnlendinga.


Vaxandi Sjón og nakinn Heimir Már

Smá bókablogg frá Bjarna bóksala: rokkurbysnir

Rökkurbýsn eftir Sjón er bók mikillar kápu og mikillar eftirvćntinga. En kannski vegna ţess ađ verđlaunabókin Skugga Baldur stóđst ekki fyllilega vćntingar mínar ţá tók ég ţessa fram međ nokkurri tortryggni. En nú hef ég tekiđ ţennan sveitunga minn á Bakkanum í sátt. Tök hans á sautjánda aldar frćđimanninum Jóni lćrđa eru meistaraleg og um leiđ óvanaleg.  Hér er fjallađ um Maríudýrkun á öld siđbótar, víg útlendra skipbrotsmanna, baráttu viđ drauga og endalaust stríđ mannsins viđ magt myrkranna. Athyglisverđ pćling. Fćr allavega 7.

Svo er ţađ Heimir Már Pétursson sem birtist nakinn, nei grínlaust, ţađ er bókin hans sem heitir Nakinn og er ljóđabók, líklega sú fimmta frá höfundinum sem er ţekktari ţjóđinni sem fréttamađur. Ég kann varla ađ gefa ljóđum einkunnir en giska á 7 og bendi lesendum á ađ dćma sjálfir, međ lestri ţessa sýnishorns hér á eftir eđa međ ţví ađ mćta í Sunnlenska bókakaffiđ á fimmtudagskvöldiđ ţar sem skáldiđ verđur ásamt ţeim Úlfari Ţormóđssyni, Halli Hallssyni og Ţórhalli Heimissyni á síđasta upplestrarkvöldi vikunnar.

Líklega dregur bókin nafn af eftirfarandi:HeimirMar

Nakinn strákur

Nakinn strákur á stríđum hesti
hleypir yfir gula akra
út dalinn

móti sól

aftur og aftur
alltaf ađ fara

ţegar ég vakna og man
ađ langt er um liđiđ...

 

Fallegur hestur

Ţetta er fallegur hestur
ţessi blái ţarna
sem frýsar innan um ţá hina

verst hvađ hann haltrar
og tefur sláturhússtarfiđ.


Kátlegur guđmađur, ágćtur Hallgrímur og frábćr Finnbogi

katlegurLangar ađ halda áfram ađ segja hér frá bókum enda framundan mikil bókajól. Ein sú bók sem litla athygli hefur hlotiđ í jólabókaflóđinu er sjálfsćvisaga Jens V. Hjaltalín, Kátlegur guđsmađur sem Flateyjarútgáfan gefur út. Frábćr lesning enda óvanalega hreinskiptinn 19. aldar mađur sem hér á hlut, prestur á Snćfellsnesi á harđindatímum. Fćr fyrstu einkunn eđa sirka 8,2.

10radNýjasta bók Hallgríms Helgasonar, 10 ráđ til ađ hćtta ađ drepa fólk og byrja ađ vaska upp,  er góđ dćgradvöl, kannski ekki í fyrsta sćti og langt ţví ađ vera eins góđ og Hallgrímur ţegar honum tekst best til eins og í Höfundi Íslands. Engu ađ síđur athyglisverđ bók, skemmtileg stúdía um mismunandi menningarheima og lipurlega skrifuđ. 7,5

finnbogi

Í húsi afa míns eftir Finnboga Hermannsson er hreint frábćr bók, enda ţótt afinn hafi ekki veriđ raunverulegur afi Finnboga heldur afabróđir Eyva í Sólningu og Steina í Biskverk. Hér er brugđiđ upp heillandi mynd af veröld sem var í Reykjavík eftirstríđsáranna. Finnbogi er mikill sagnamađur og nýtur sín vel í ţessum skemmtilegu bernskuminningum. 8,0


Göldrótt kvöld í Bókakaffinu

Ţađ verđur óvenju fjörugt upplestrarkvöld í Sunnlenska bókakaffinu nćstkomandi fimmtudagskvöld 11. desember. Ţá mćtir Hörđur Torfason trúbador og mótmćlandi og kynnir splunkunýja ćvisögu, Tabú. Skrásetjari er Ćvar Örn Jósepsson. Á bókarkápu segir m.a.: baldur-6

Ţeir eru til sem hafa hćrra og sperra sig meira, en rétt eins og dropinn sem holar steininn hefur Hörđur náđ ađ búa um sig í íslenskri ţjóđarvitund og breyta henni nánast án ţess ađ nokkur tćki eftir ţví.
   Ađ vísu tóku nánast allir eftir ţví ţegar hann lýsti ţví yfir opinberlega, fyrstur Íslendinga, ađ hann vćri „hómósexúalisti" í viđtali í tímaritinu Samúel áriđ 1975. Ţá fór allt á hvolf, enda glćpsamlegur öfuguggaháttur ađ vera hinsegin. Hörđur, sem hafđi veriđ einn dáđasti og vinsćlasti tónlistarmađur landsins, eftirsóttur leikari og fyrirsćta, hraktist af landi brott, ofsóttur og forsmáđur jafnt af almenningi og ţeim sem ferđinni réđu í listalífinu. Ţađ sem hann gerđi í framhaldinu (og gerir enn) hefur ekki fariđ jafnhátt...

Annar gestur kvöldsins er lífskúnstnerinn Helgi Guđmundsson fyrrverandi ritstjóri Ţjóđviljans í bók sinni Til baka. Ţar lýsir Helgi í sögulegri skáldsögu baráttu sinni viđ lífiđ og heilsuna, skálduđum samferđamönnum og spennandi atburđarás..

Ţriđja bókin sem kynnt verđur er bók Jóhanns Óla Hilmarssonar um Lundann. Tilvalin jólagjöf til allra náttúruunnenda, heima og erlendis.

Síđast en ekki síst er svo ađ kynna galdramennina Gunnar Sigurjónsson og Baldur Brjánsson sem bregđa á leik međ okkur, galdra fram jafnt bćkur sem kanínur og eru til alls vísir. Gunnar hefur áđur komiđ í bókakaffiđ og vakti ţá einstaka lukku međ töfrabrögđum sem enn hanga óútskýrđ í loftinu. Saman hafa ţeir félagar sent frá sér ćvisögu Baldurs, Töfrum líkast.

Upplestrarkvöld í Sunnlenska bókakaffinu eru öllum opin og ađgangur ókeypis. Húsiđ opnar klukkan 20:00.


Tvćr frábćrar og fallegar...

Bćkurnar hrannast hér inn enda jólabókaflóđiđ í algleymingi.

Langar ađ vekja hér athygli á tveimur frábćrum bókum, annarsvegar Leyndardómum sjávarins viđ Ísland eftir Jörund Svavarsson og Pálma Dungal. Ţar er ađ finna ómetanlegar ljósmyndir af lífríkinu viđ landiđ, lífríki sem afar fáir hafa bariđ augum.

Hin er myndskreytt útgáfa af Tímanum og vatninu međ myndum Sigurđar Ţóris Sigurđssonar listmálara. Látum Stein hafa orđiđ:

Sofa vćngbláar hálfnćtur
í ţakskeggi mánans,
koma mannstjörnur,
koma stjarnmenn,
koma syfjuđ vötn.

Frábćrar gjafabćkur báđar tvćr.


Hallgrímur og Spegilsritstjórinn hafa vinninginn...

Hef nú hesthúsađ allavega 9 af jólabókum ársins og enginn vafi hver hefur ţar vinninginn. Bók Úlfars Ţormóđssonar um Hallgrím Pétursson er eitt af stórvirkjum ţessara jóla. Ekki bara ađ Úlfari takist hér ađ draga upp trúverđuga lýsingu á hallgrimursálmaskáldinu ástsćla og lífi á Íslandi á 17. öld.

Ţađ sem er i raun og veru meira um vert er ađ Úlfari tekst frábćrlega til viđ skáldsöguţátt ţessarar bókar. Viđ vitum auđvitađ mjög lítiđ um persónu Hallgríms Péturssonar utan ţađ sem kveđskapur hans og beinagrind af lífshlaupi segir okkur. Ţegar ţessu tvennu sleppir ţarf skáldiđ ađ taka viđ og ţađ gerir Úlfar svikalaust og međ ţeim hćtti ađ bókin stendur sem ein af betri skáldsögum ársins, jafnframt ţví ađ vera góđ heimildarsaga.

Ţessi bók tekur langt fram fyrri bókum gamla spegilsritstjórans ţó hinar hafi veriđ allgóđar.

Ég á svo eftir ađ lesa hinn Hallgríminn, ţ.e. Helgason en geri fljótlega og skrifa ţá um hann og fleiri bćkur hér á nćstu dögum. Sem stendur er bók Ţórhalls Heimissonar á reykborđinu.

-b.


Davíđ og Halla koma líka

Davíđ A. Stefánsson sem er eins og afnafni hans á síđustu öld, skáld ađ norđan, kemur líka í bókakaffiđ í kvöld. Halla Gunnarsdóttir bauđst til ađ grípa piltinn međ sér en hann gefur út Tvískinnu sem er afar áhugaverđ unglingabók svo ţađ fer ađ verđa verulega áhugavert fyrir unglingana ađ mćta - og alla sem leita ađ jólagjöfum handa ţeim. Semsagt kl. 20:30 í Sunnlenska bókakaffinu, sjá nánar hér nćstu fćrslu fyrir neđan.

Unglingaástir, persneskar konur og ljóđaţýđingar

Ţađ verđur fjölbreytni á fimmtudagsupplestrarkvöldi Sunnlenska bókakaffisins ţar sem mćtast ólíkir menningarheimar. SlaedusviptingarAđ vanda byrjum viđ 20:30 og erum semsagt ađ tala um kvöldiđ 4. desember.

 

Bergvin Oddsson ríđur á vađiđ međ frumlegri bók um unglingaástir í MH sem heitir „Allt fór úrskeiđis.“ Í bókinni segir frá Hemma og Krissu og ćvintýralegu tilhugalífi ţeirra. Bergvin er Vestmannaeyingur ađ uppruna og mörgum sunnlendingum ađ góđu kunnur fyrir ţátttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir tveimur árum.

 

Gyrđir Elíasson rithöfundur í Hveragerđi kynnir ljóđaţýđingar frá Evrópu og Norđur Ameríku sem hann birtir í nýrri bók sinni, Flautuleikur álengdar. Höfundarnir eru flestir ţekktir í sínum heimalöndum en hafa ekki áđur veriđ kynntir međ ţýđingum hér á landi.

 

Síđast en ekki síst er svo kynning á magnađri kvennabók blađakonunnar Höllu Gunnarsdóttur sem heiti Slćđusviptingar. Bók ţessi  byggist á viđtölum Höllu viđ ţrettán íranskar konur en ţar er dregin upp áhugaverđ mynd af lífi ţeirra og störfum. Um leiđ frćđist lesandinn um sögu og menningu fólksins sem byggir ţetta umtalađa land og inn á milli má lesa ferđasögur höfundar og nokkurra annarra íslendinga sem ţangađ hafa lagt leiđ sína.

 

Ţann 5. desember sem er föstudagur er aftur upplestarkvöld en ţá verđa ţađ Vestfirđingar sem stíga á stokk. Nánar hér á vefnum á morgun.


Ţórarinn og Bjarni á upplestrarkvöldi

Ţórarinn Eldjárn skáld og Bjarni Harđarson fyrrverandi alţingismađur kynna bćkur sínar í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld, fimmtudagskvöldiđ 27. nóvember. Húsiđ opnar klukkan 20:30. bokakaffi_gisli_sveinsson 019

Ţórarinn Eldjárn ţarf vart ađ kynna en hann hefur veriđ í hópi fremstu rithöfunda og ljóđskálda ţjóđarinnar í áratugi. Kvćđasafn Ţórarins kom út á árinu og geymir mikinn skáldskaparfjársjóđ. Ţar í eru allar ljóđabćkur hans, átta talsins og úrval úr fimm barnaljóđabókum. Hér má finna afar fjölbreytilegan ljóđaforđa en skáldiđ er jafnvígt á ýmis ólík stílbrögđ og efnistök ljóđlistarinnar.

farsaeldarfron Einn af vertum stađarins, Bjarni Harđarson bóksali og fyrrverandi alţingismađur kynnir splunkunýja bók sína, Farsćldar Frón. Í henni er ađ finna úrval af greinum höfundar frá síđustu árum ţar sem fjallađ er um dćgurmál og strauma og stefnur. Međal ţess sem hér er fjallađ um eru nashyrningar, Evrópumál, Framsóknarflokkurinn, trúmál, umhverfismál og fyrstu 50 blađsíđurnar eru helgađar íslenska efnahagsundrinu.

(Myndin ađ ofan er frá heimsókn Ţórarins í bókakaffiđ haustiđ 2006.)


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband