Leita í fréttum mbl.is

Unglingabækur og æviminningar á upplestrarkvöldi

Fimmtudaginn 3. desember kl. 20:30, mun verðlaunahöfundurinn Guðmundur Brynjólfsson lesa úr bók sinni Þvílík vika. Hin 16 ára Harpa Dís Hákonardóttir les úr sinni fyrstu bók sem nefnist Galdrasteinninn. Anna Ó. Björnsson les úr æviminningum Elfu Gísla og Finnbogi Hermannsson lýkur svo upplestrinum á því að lesa úr bóknni Í fótspor afa míns. Seldar verða kaffiveitingar og bækur höfundanna sem lesa eru á góðum afslætti þetta kvöld. Aðgangur er ókeypis, en upplestrarkvöldin eru styrkt af Menningarráði Suðurlands.

Hvalreki í sunnlenskri þjóðfræði

Vökulok
Höfundur: Guðjón Ólafsson
Útgefandi: Sögufélag Árnesinga
168 bls., kilja. Útgefin á Selfossi 2009

Sögufélag Árnesinga hefur gefið út ritið Vökulok eftir Guðjón Ólafsson sem kenndur var við Hólmsbæ á Eyrarbakka. Rit þetta hefur legið í handriti í liðlega 100 ár þegar það nú kemur fyrir almenningssjónir og mun fátítt að jafn merk og efnismikil handrit liggi þannig flestum falin án þess að minnsti urmull þeirra fari inn í sagnir annarra.

Meira

 


Mynd af heillandi menningarelítu

Bók Jóns Karls Helgasonar, Mynd af Ragnari í Smára 171er óvanaleg bók og vel gerð. Að ytra formi er um að ræða samveru með þessum merka menningarfrömuði og smjörlíkisframleiðanda í fáeina daga en um leið nærfærin og sannfærandi lýsing á þessum mikla Eyrbekkingi. Að vísu eru þetta ekkert venjulegir dagar heldur þeir dagar þegar íslenskar bókmenntir rísa hátt, sjálfir nóbildagarnir.

Og við kynnumst fleirum en Ragnari, auðvitað aðalpersónunni Kiljan, Nordal, Silla og Valda, Hallberg, Jóni Stefánssyni, Jóni Helgasyni og fleirum og fleirum. Það er raunar með ólíkindum hversu miklu Jóni Karli text að skrapa upp úr handritum af efni og mannlýsingum en samt erum við ekki föst í þessu venjulega ævisöguformi og það er gott.

En bókin er ekki frekar en aðrar gallalaus og hennar helsti galli er lengdin, stundum hefði mátt stytta og stytta aftur. Kannski segi ég þetta bara af því að það er ekki verið að segja frá Gunnari Gunnarssyni og Þórbergi sem ég hef miklu meira gaman af því að lesa um og þá hefði mér ekki þótt þetta neitt langt heldur frekar of stutt...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband