Leita í fréttum mbl.is

Nýr metsölulisti!

Metsöluslisti frá 18.11 – 24.11 2009

1. Svo skal dansa - höf. Bjarna Harðarson – útg. Veröld (2.)

2. Hjartsláttur – höf. Hjálmar Jónsson – útg. Veröld (ný)

3. Harmur englanna- höf. Jón Kalman Stefánsson – útg. Bjartur (ný)

4. Brot í bundnu máli - Bjarni Bjarnason - útg. Sunnlenska bókaútgáfan (ný)

5. Sagnabrot Helga í Hólum - höf. Helgi Ívarsson - útg. Sunnlenska bókaútgáfan (1.)

6. Vökulok - höf. Guðjón Ólafsson - Sögufélag Árnesinga (8.)

7. Sandvíkur - Skrudda - höf. P– útg. Hólar (ný)

8. Milli trjánna – höf. Gyrðir Elíasson – útg. Uppheimar (7.)

9. Góði elskhuginn– höf. Steinunn Sigurðardóttir – útg. Bjartur (ný)

10. Þá verð ég farinn – höf. Hafliði Magnússon – útg. Vestfirska forlagið (ný)


Óþægar bækur og andvökur með Styrmi

Hjá bóksala eru bækur misjafnlega þægilegar. Sumar bara koma í sínum 10 eintökum í hilluna og eru þar og þarf ekki meira um þær að hugsa meðan aðrar eru alltaf uppseldar, hversu oft sem er pantað. Og svo þarf að kíkja í bækurnar og til þess eru langar nætur bóksalans. l-bcfibijejh_936016.jpg

Sumar eru ósköp þægilegar, maður grautar ofan í þeim hér og þar og fer snemma að sofa. Svo eru til þessar sem valda því að maður mætir geyspandi í bókabúðina næsta dag.

Styrmisbókin Umsátrið er af þeirri sortinni. Einstaklega lipurlega skrifuð og eiginlega spennandi eins og besti reifari. En þar með er ekki svo að ég skrifi undir allt í greiningum gamla Moggaritstjórans. Vonandi gefst mér tími til að kryfja þessa bók almennilega á nýju ári en núna get ég með góðri samvisku bent á hana sem vel gerða og fróðlega bók - þó að hún sé langt því frá að vera hlutlaus. 


Dauðinn, ástin og lífsnautnin

solvisidustuDauðinn, ástin, lífsnautnin og leitin að tilganginum eru umfjöllunarefni í nýjustu bók Sölva Björns Sigurðssonar frá Selfossi. Bókin sem heitir Síðustu dagar móður minnar fjallar um ævintýraleg mæðgin sem halda út til Hollands á vit vonar og frelsis þegar móðirin greinist með ólæknandi krabbamein.

Í stað þess að samþykkja aflimanir í veikri von ákveður þessi miðaldra töffari að þrauka meðan stætt er en vill um leið hafa stjórn á atburðarásinni, jafnvel ráða yfir dauðanum. Einkasonurinn, veikgeðja og viðkvæm sál, gerir sitt besta til að styðja móður sína, gera henni síðustu dagana bærilega og tekur jafnvel að sér hjúskaparmiðlun sem skilar árangri á lokametrunum.

Sagan er hröð, fjörmikil og skrifuð af léttleikandi stílsnilld eins og fyrri bækur höfundar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband