Leita í fréttum mbl.is

Land þagnarinnar er mögnuð bók

Enn af bókabloggi. Var að leggja frá ari.jpgmér Land þagnarinnar eftir Ara Trausta Guðmundsson (Einarssonar frá Miðdal.) Í þessari mögnuðu bók rekur Ari fjölskyldusögu sem er með miklum eindæmum. Það er þó fjarri bókarhöfundi að fella dóma heldur rekur hann tilfinningar sínar og annarra fjölskyldumeðlima allt frá barnæsku þar sem hann elst upp með móður og ömmu sem báðar höfðu átt sama manninn.

En sagan er um leið magnaður hluti af 20. aldar sögu álfunnar því hér segir einnig frá gyðingaofsóknum í Þýskalandi, kvikmyndaiðnaði í Weimarlýðveldinu og ótal mörgu öðru. Mögnuð bók sem snertir strengi í öllum, hvort sem það eru áhugamenn um ættarsögur, pólitík eða ástarævintýri.

-b.


Konubók og þjóðháttabók

alda_armanna.jpg Bóksali hlýtur að blogga um bækur. Tvær eru á náttborðinu hjá mér þessa dagana og eiga það sammerkt að vera gefnar út af litlum forlögum. Önnur er merkilegt þjóðháttarit sem gefin var út af kortaútgáfufyrirtækinu Karton árið 1998. Hún heitir Horfin handtök og er eftir Pétur G. Kristbergsson. Rit þetta fjallar um vinnubrögð við saltfisk og kol á kreppuárunum. Hér er mikilli þekkingu um verkmenningu þjóðarinnar bjargað á land og ritið hið vandaðasta.

Hin bókin á náttborðinu er sjálfsævisaga og listaverkabók listakonunnar Öldu Ármönnu Sveinsdóttur. Bókina sem heitir Kona í forgrunni gaf listakonan sjálf út nú fyrir jólin síðustu. Alda er mér ekki ókunnug en systir mín á fyrir mann son hennar Jón Júlíus Elíasson. Bók þessi er jafn skemmtileg og höfundurinn en einnig mikið og merkilegt framlag í þjóðfélagsumræðu. 

Alda lýsir hér baráttu við heilbrigðiskerfi og stofnanir. Maður hennar glímir ævilangt við alvarlega sjúkdóma og yngsta barn þeirra hjóna fæðist mikið fatlað  inn í samfélag þar sem þjónusta við fötluð börn er mjög af skornum skammti. Hér er sögð saga sem stendur okkur mjög nærri í tíma en er þó sem betur fer um margt fjarlæg þeim sem nú lenda í svipuðum sporum. Tilfinningar foreldris eru þó líkar á öllum tímum og sagan er holl lesning öllum sem staðið hafa í svipuðum sporum. 


Furðurveröld Terrence Bumbly

clicktobuy.jpgÞað eru margar forvitnilegar bækur í Sunnlenska bókakaffinu og ein þeirra er bókin ,,The Museum of Unnatural History" eftir Terrence Bumbly. Nafn höfundarins er reyndar dulnefni en það upplýsist hér (með leyfi frá honum) að hið rétta nafn hans er David Henley og er hann Ástrali, búsettur í Sydney.

Bókin gerist á 25. öld og er herra Bumbly sögumaðurinn. Í bókinni segir hann frá safni sem bróðir hans stofnaði og hýsir safnið ýmsar furðurverur. Skömmu áður en bróðir hans deyr gerir hann herra Bumbly að yfirmanni safnsins. Svo óheppilega vill þó til að einn daginn kemur upp eldur í safninu og það brennur til kaldra kola. Til að reyna að varðveita í einhverri mynd það sem var í safninu ákveður herra Bumbly að rissa upp myndir af þeim furðurskepnum sem þar voru og skrifa um þær.Í bók herra Bumbly ,,The Museum of Unnatural History" má því sjá myndir af þessum skepnum og lesa um þær.

Herra Bumbly þessi hefur einnig opnað vefsíðu þar sem kynnast má veröld hans betur og er slóðin www.bumblyverse.com Herra Bumbly stefnir líka að því að gefa út nýja bók, en fyrsta bók hans ,,The Museum of Unnatural Hisory" fæst eingöngu í áströlskum bókabúðum og svo í Sunnlenska bókakaffinu!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband