Leita í fréttum mbl.is

Prjónakaffi 21. apríl kl. 20:00

Seinasta prjónakaffi vetrarins verđur 21. apríl kl. 20:00.

Hannyrđavöruverslunin Nálin verđur kynnt og einnig bókin Prjóniprjón.

Guđbjörg Runólfsdóttir serverar kaffi og pönnsur.

Allir velkomnir.


Opnunartímar um bćnadaga og páska

Opiđ verđur sem hér segir:

9. apríl, skírdagur - opiđ 12 - 16
10. apríl, föstudagurinn langi - lokađ
11. apríl, laugardagur - opiđ 12 - 16
12. apríl, páskadagur - lokađ
13. apríl, annar í páskum - lokađ

Blindur er bóklaus mađur


Montni bóksalinn og draumur dalastúlkunnar

Ég verđ alltaf montnastur ţegar ég stend vaktina í bókabúđinni okkar. Nú barst hingađ tímarit Hekluumbođsins ţar sem kaffibarţjónninn Unnsteinn Jóhannsson gefur leiđarvísi fyrir ţá sem eru á leiđ um landiđ. Hann mćlir međ sex kaffihúsum á landsbyggđinni og okkar er eitt ţeirra. Kćrar

draumur_smalastulku.jpg

ţakkir.

 Og fyrst ég er nú hérna í búđinni má ég til međ ađ blogga ađeins um tvćr perlur hér úr hillunum. Í gömlu skrćđunum er margt skemmtilegt og fallegt. Ég var spurđur um daginn hvađ vćri elsta bókin hér inni og ég held ég fari rétt međ ađ ţađ sé frönsk guđsorđabók frá árinu 1886 (ekkert mjög gamalt) en bók ţessi er svo einstök í fegurđ sinni ađ ţađ er hrein nautn ađ handfjatla hana. Sjálfur kann ég ekki frönsku og veit ţessvegna ekki hvernig beri ađ ţýđa heiti bókarinnar, Le Parossien Romian. Hér voru til skamms tíma nokkrar eldri bćkur en 19. aldar prent er yfirleitt fljótt ađ fara.

 Önnur perla hér í búđinni er frá árinu 1951 og heitir Draumur dalastúlkunnar. Lítiđ kver og yfirmáta rómantískt, ţjóđlegt leikrit. Myndskreytt af Halldóri Péturssyni. Á baksíđu stendur:

Fyrir mörgum, mörgum árum var til fólk, sem bjó í sátt viđ Guđ og menn, á litlum bć, í litlum dal, langt, langt upp til fjalla... Ţetta fólk er ţjóđin okkar.

Útgáfan er tileinkuđ Bárđdćlingum.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband