Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013
18.8.2013 | 19:28
Sumarlesningin mín
Ég hef verið dálítið föst í spennusögum þetta sumarið, að hluta til út af starfi mínu í bókabúðinni. Það er alltaf gott að þekkja aðeins til höfundanna og það eru jú spennusögurnar sem seljast hvað mest á sumrin.
Ég hóf sumarið á því að lesa sprellfjörugan kósýkrimma sem ber nafnið Kaffi og rán og er eftir Catharinu Ingelman-Sundberg. Sagan fjallar um gamalmenni sem búa á elliheimili þar sem allt er fremur naumt skammtað og maturinn er bragðlaus. Til að hressa aðeins uppá tilveruna ákveða þau að fremja rán. Sagan er bráðskemmtileg og á köflum spennandi. Hún minnir mann líka á að öll höfum við okkar væntingar sama á hvaða aldri við erum.
Næsti krimmi sem lenti á náttborðinu var Dauðaengillinn eftir Söru Blædel. Dauðaengillinn óskaplega verðmæt glermynd sem hefur verið í eigu sömu fjölskydunnar í langan tíma. Dauðaengillinn hverfur og sömuleiðis fjölskyldufaðirinn. Sagan fléttast að mestu í kringum glermyndina og ég verð að segja að mér fannst hvorki sagan né persónusköpunin trúverðug.
Djöflatindur eftir Deon Meyer er aftur á móti frábær spennusaga. Sagan gerist í Höfðaborg í Suður-Afríku og aðal söguhetjan er Benny, einkar drykkfelldur lögreglumaður, hann er við það að missa konuna út af drykkju sinni en um leið glímir hann við erfitt mál. Benny eltist við morðingja sem hefur lýst barnaníðingum einkastríð á hendur. Margar aðrar áhugaverðar persónur koma við sögu og hitinn og ólgan í Suður-Afríku skila sér vel í gegnum sögunna.
Eftir þennan lestur fannst mér nú nóg komið af spennusögum. Næsta bók sem lenti á náttborðinu var Indian Nocturne eftir ítalann Antonio Tabucchi. Bókin fjallar um mann sem fer að leita vini sínum á Indlandi, en það hefur ekkert heyrst frá honum í heilt ár. Bókin kom fyrst út árið 1984 og gerist því fyrir tíma internets og snjallsíma. Þetta er áleitin saga og í lok bókarinnar veit maður ekki hvort vinurinn og sá sem er að leita að honum, séu í rauninni einn og sami maðurinn. Ég veit ekki hvort þessi bók fæst á Íslandi, en þeir sem eru tæknivæddir geta kannski keypt hana sem rafbók eða pantað hana Amazon.
Ég var búin að vera um klukkutíma í einni af frægustu bókabúðum Parísarborgar, Shakespeare and Company, þegar ég rakst á bókina Parísarkonan eftir Paulu McLain. Bókin kom út á íslensku fyrir seinustu jól og ég hafði heyrt talað vel um hana. Ég hef samt ekki lagt í að lesa hana fyrr en nú, það eru til svo margar bækur og bíómyndir um París og margar þeirra eru mjög klisjukenndar. Mér finnst Paulu Mclain takast í þessari sögu að þræða framhjá flestum Parísarklisjum. Í bókinni segir frá sambandi Hadley Richardsson og Ernest Hemingway, en hún var fyrsta konan hans. Sagan hefst í Chicago, en berst svo til Parísar. Höfundi bókarinnar tekst að draga upp mjög sannfærandi mynd af Hadley og hefur greinilega góða þekkingu á verkum Hemingway. Frásagnarstíllinn er meira að segja töluvert í anda Hemingways. Sagan gefur góða mynd af því hvernig lífið var í París á árunum 1920-1925, en einnig má segja að hún sýni vel hvernig rithöfundurinn Ernest Hemingway verður til. Hemingway skrifaði vissulega um þetta sjálfur í Veislu í farangrinum, en í Parísarkonunni er sagan sögðu út frá sjónarhóli konunnar og það er töluvert annað sjónarhorn. Sagan vakti mig einnig til umhugsunar um stöðu konunnar á þessum árum. Hadley tekur hlutverk sitt sem eiginkona mjög alvarlega og er greinilega hægri hönd Ernest (ef ekki líka vinstri) og með það í huga er kennski enn þá sorglegra hvernig samband þeirra endar.
Fleiri bækur hafa legið á náttborðinu í sumar en það verður ekki fjallað um þær í þessum pistli. Kannski síðar.
Elín Gunnlaugsdóttir
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]