Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund

eftirmaeli03.jpgVorum að nýju fá í sölu Eftirmæli Átjándu Aldar eftir Magnús Stephensen, prentað í  Leirárgörðum við Leirá 1806. Verð nú er aðeins 110 þúsund.

Á titilblaði segir:

Eptirmæli Atjándu Aldar eptir Krists híngadburd, frá Ey-konunni Islandi / I þessarar nafni framvørpud af Magnúsi Stephensen, K. H. virkilegu Jústitsrádi og Justitiario í þeim konúngl. íslendska Lands-yfirretti, Tilsjónar-manni ens konúngl. íslendska Lands-uppfrædíngar Fjelags, Medlimi þeirra konúngl. norsku Vísinda og íslendska Lærdóms-lista Fjelaga, og corresponderandi Medlimi ens scandinaviska Literatur Fjelags.

 

 

eftirmaeli02.jpg

 

Í bók Böðvars Kvarans um Auðlegð Íslendinga segir hann: "Ýmsir telja að Eftirmælin séu bezta og merkasta verk Magnúsar Stephensen. Er þar að finna mikinn fróðleik um margvísleg efni, innlend og erlend, enda reynt að draga saman hið helzta og þannig skapa yfirsýn yfir 18. öldina, meta gildi hennar í ljósi árferðis og atvinnuhátta, en einnig annara umtalsverðra atburða". (bls.124)

 

Mjög vel með farin bók, heilt og gott eintak í upprunalegu bandi.

Verð: 110.000

 

 

eftirmaeli01.jpg

 


Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband