Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Selt: Balle fermingarkverið

laerdomsbok_1802Lærdómsbók í evangelísk-kristilegum Trúarbrøgdum handa Unglingum eftir Nicolai Edinger Balle (1744-1816). Meðal efnis er Advaran til kennendanna og sá litli Lúthers Katekismus.

Þetta fermingarkver kom fyrst út á Íslandi í Leirárprenti 1796 en það eintak sem hér er boðið til sölu er 22. útgáfa, prentuð í Reykjavík 1862.

Höfundurinn var Sjálandsbiskup 1783-1808 og á dönsku heitir bókin Lærebog i den evangelisk-christelige religion. Hannes Finnsson og Einar Guðmundsson þýddu.

Vel með farið eintak, verð 18000 kr., https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=171140


Ævintýri og örfá ljóð um kynlíf

Kanill er heiti á nýrri ljóðabók eftir skáldkonuna Sigríði Jónsdóttur í Arnarholti. Útgefandi er Bókaútgáfan Sæmundur en undirtitill bókarinnar er; Ævintýri og örfá ljóð um kynlíf. Skáldið skýrir nafn bókarinnar í fyrsta ljóðinu:

Kanillinn er kynlíf
sykurinn er ástin
grauturinn og mjólkin eru lífið
bæði þykkt og þunnt.

Síðar fjallar hún um sýn ungrar konu á þau bönd sem löngu úrelt hugsun leggur á kvenlegar hvatir:

En skírlífisbrækurnar runnu niður um lærin
og þvældust um fótleggina.

Ég er kjaftfor og framhleypin.
Mig langar ekki að vera hrein mey.
Mig langar að sofa hjá.
Ég vil finna hvernig það er
hafa gert það
og geta gert það aftur.

Ég braust um í haftinu og þetta óþjála efni
fordómar og heimska
sem tilheyrðu öðrum tíma og öðruvísi fólki
hertist að ökklunum.

Bókina má kaupa hér á aðeins 2290 kr. https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=171138


Íslensk endurreisn I og II

Vilhjalmur_Thorsteinn_GislasonÍslensk endurreisn I og II eftir Vilhjálm Þorstein Gíslason.

Undirtitill fyrra bindisins sem kom út 1923 er: Tímamótin í menningu 18. og 19. aldarinnar og fjallar bókin um m.a. bókmennta- og menningarsögu 18. og 19. aldar. 423 síður í fallegu bandi.

Síðara bindið er ævisaga Eggerts Ólafssonar og kom út 1926. 440 síður, myndir og ritsýni.

Höfundur var útvarpsstjóri og afkastamikill rithöfundur, fæddur í Reykjavík 1897 og lést 1982.

Vel með farin eintök og fást saman fyrir 29.000 kr. https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=171137


Ný ljósmyndabók um Selfoss

kapa_selfossbokÚt er komin bókin Selfoss eftir Gunnar Marel Hinriksson sagnfræðing og skjalavörð. Bókaforlagið Sæmundur á Selfossi gefur út. Selfoss sýnir svarthvítar ljósmyndir höfundar af samnefndu þorpi í Flóanum og hverri mynd fylgir texti sem tengist Selfossi á einn eða annan hátt. Textarnir eru valdir úr ýmsum heimildum, óútgefinni jarðabók frá 17. öld, bókum, dagblöðum, bloggsíðum, dægurlögum.

Samhengi mynda og texta gefur hvoru um sig nýja merkingu - og þá breytir Selfoss um svip.

Páll Sigurðsson skógfræðingur skrifar formála bókarinnar. Bókina má kaupa hér á aðeins 3990 kr; https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=171136


Kynblandna stúlkan og Valdimar munkur

valdimar_munkurHér eru saman í einni bók tveir vinsælir amerískir reifarar frá fyrstu árum 20. aldar.

Annarsvegar Valdimar munkur eftir Kobb sem hefur verið endurprentuð nokkrum sinnum á 20. öld og hinsvegar hin djarfa bók Armands um Kynblöndnu stúlkuna.

Bækur þessar voru prentaðar í Reykjavík 1905 og 1906 og hafa hér verið bundnar saman í eitt í heimabandi sem er orðið lúið og velkt. Bókin (bæði ritin) er blaðheil og skemmtilegt söfnunareintak sem fæst á aðeins 3300 kr, https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=166841


Helgidagaprédikanir Árna í Görðum

predikanir_arna_helgasonarHelgidaga Prédikanir Árið um kríng eftir séra Árna Helgason í Görðum. Viðeyjarprent frá 1839. Vel með farið eintak úr safni sr. Óskars J. Þorlákssonar dómprófasts. 852 síður, 8vo. Verð 25.000 kr.

Árni Helgason var frá Eyri í Skutilsfirði, fæddur þar 1877 og lést 1869. Hann var um tíma dómkirkjuprestur í Reykjavík og sat þá í Breiðholti en lengst bjó hann á Görðum á Álftanesi þar sem hann var prestur, prófastur og gengdi í forföllum bæði biskupsstörfum og sat á Alþingi. Árni var einn af aðalstofnendum Hins íslenska bókmenntafélags og forseti Reykjavíkurdeildar þess 1816-1848.

Bókina má kaupa hér https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=171134


Fimm ára afmæli bókakaffis

IMG_3346Sunnlenska bókakaffið fagnar fimm ára afmæli sínu á laugardaginn kemur með útgáfu tveggja nýrra bóka og sérstakri sýningu á fornbókum úr Hrappsey, Leirá, Hólum o.v. Dagskráin hefst klukkan tvö með kaffi og kleinum fyrir gesti og gangandi, allir velkomnir  meðan húsrúm leyfir.

Höfundarnir sem kynna nýjar bækur eru Gunnar Marel Hinriksson en bókaútgáfa okkar gefur út ljósmyndabók hans Selfoss sem er afar sérstætt átthagarit. Þá gefur bókaútgáfan Sæmundur út ljóðabók Sigríðar Jónsdóttur skáldbónda, Kanil sem fjallar um kynlíf frá sjónarhóli höfundarins.

(Myndin er tekin eftir jarðskjálftann 2008 en á laugardaginn verða flestar bækurnar í hillunum...)


Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband