Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

...nýtt ár og nýjar bækur!

Það hefur verið nokkuð hljótt hérna undanfarið. Jólabókavertíðin var annasöm og má segja að bóksalarnir hafi verið búnir á því að henni lokinni!

Núna eru margar af jólabókunum á lækkuðu verði t.d. allar bækur sem komu út hjá Bjarti og Veröld fyrir jólin. Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur er t.d. núna á 2.499.- í stað 5.890.-

Nokkrar bækur komu mjög seint út og má þar nefna Holtamannabók III. Fyrir áhugamenn um ættfræði er þetta ómissandi bók og kostar hún 13.500.-

Núna eru líka nokkrar af jólabókunum að koma út í kilju t.d. Mörg eru ljónsins eyru eftir Þórunni Erlu og Valdimarsdóttur. Þá var að koma út kilja sem ber heitið Prjónaklúbburinn og ætti það að vera gleðifregn fyrir allar prjónakonur landsins.

Árið 2011 fer því vel af stað.

Gleðilegt ár.

-eg


Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband