Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Forvitnilegur bókakassi frá Guðmundi stúdent

Smárit úr bókasafni Guðmundar á Kópsvatni bárust nýlega á Sunnlenska bókakaffið og hafa vakið athygli. Smárit fyrri tíðar og bæklingar voru oft ígildi bloggfærsla samtímans og eru mörg hin gudm_kopsvatnimestu fágæti í dag. Oft var upplag slíkra rita lítið en meiru réði þó að vegna smæðar þessara ritlinga lentu þeir með blöðum og tímaritum í ruslinu en varðveittust ekki líkt og bækur gera þó. Einstaka maður sýndi þá ræktarsemi að halda prentmáli þessu til haga, eftirkomendum til menningarauka og ánægju.

Einn þessara var fræðimaðurinn Guðmundur Jónsson á Kópsvatni í Hrunamannahreppi (1930-1989). Hann var sérstæður maður og afkastamikill safnari en fór í engu troðnar slóðir í lífinu. Eftir að kassanum með ritlingunum góðu var stillt upp hafa margir orðið til að spyrja um þennan bókamann. Hér verður tæpt á ævi hans og grúskað aðeins í kassanum góða.

Sjá meira.


Vaxandi umferð í netbókabúð

boksolusidanEitt af leyndarmálum viðskiptanna er að Sunnlenska bókakaffið rekur stærstu netbókabúð landsins.

Kannski ekki í krónutölu mælt en örugglega ef miðað er við fjölda titla. Við erum með yfir 5000 titla á skrá, gamla og nýja og erum sífellt að bæta við.

Hér má finna fræðirit, skáldverk, ævisögur og allskonar einkennileg rit. Verðið er sanngjarnt og meðalverð á vefnum um 700 krónur.

Sjá nánar á http://www.bokakaffid.is/


Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband