Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
23.3.2009 | 19:28
Montni bóksalinn og draumur dalastúlkunnar
Ég verð alltaf montnastur þegar ég stend vaktina í bókabúðinni okkar. Nú barst hingað tímarit Hekluumboðsins þar sem kaffibarþjónninn Unnsteinn Jóhannsson gefur leiðarvísi fyrir þá sem eru á leið um landið. Hann mælir með sex kaffihúsum á landsbyggðinni og okkar er eitt þeirra. Kærar
þakkir.
Og fyrst ég er nú hérna í búðinni má ég til með að blogga aðeins um tvær perlur hér úr hillunum. Í gömlu skræðunum er margt skemmtilegt og fallegt. Ég var spurður um daginn hvað væri elsta bókin hér inni og ég held ég fari rétt með að það sé frönsk guðsorðabók frá árinu 1886 (ekkert mjög gamalt) en bók þessi er svo einstök í fegurð sinni að það er hrein nautn að handfjatla hana. Sjálfur kann ég ekki frönsku og veit þessvegna ekki hvernig beri að þýða heiti bókarinnar, Le Parossien Romian. Hér voru til skamms tíma nokkrar eldri bækur en 19. aldar prent er yfirleitt fljótt að fara.
Önnur perla hér í búðinni er frá árinu 1951 og heitir Draumur dalastúlkunnar. Lítið kver og yfirmáta rómantískt, þjóðlegt leikrit. Myndskreytt af Halldóri Péturssyni. Á baksíðu stendur:
Fyrir mörgum, mörgum árum var til fólk, sem bjó í sátt við Guð og menn, á litlum bæ, í litlum dal, langt, langt upp til fjalla... Þetta fólk er þjóðin okkar.
Útgáfan er tileinkuð Bárðdælingum.
6.3.2009 | 09:04
Land þagnarinnar er mögnuð bók
Enn af bókabloggi. Var að leggja frá mér Land þagnarinnar eftir Ara Trausta Guðmundsson (Einarssonar frá Miðdal.) Í þessari mögnuðu bók rekur Ari fjölskyldusögu sem er með miklum eindæmum. Það er þó fjarri bókarhöfundi að fella dóma heldur rekur hann tilfinningar sínar og annarra fjölskyldumeðlima allt frá barnæsku þar sem hann elst upp með móður og ömmu sem báðar höfðu átt sama manninn.
En sagan er um leið magnaður hluti af 20. aldar sögu álfunnar því hér segir einnig frá gyðingaofsóknum í Þýskalandi, kvikmyndaiðnaði í Weimarlýðveldinu og ótal mörgu öðru. Mögnuð bók sem snertir strengi í öllum, hvort sem það eru áhugamenn um ættarsögur, pólitík eða ástarævintýri.
-b.
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]