Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
8.12.2009 | 09:55
Þegar Stalín er bestur!
Í fyrra bókabloggi um ævisögur og sölu þeirra gleymdi ég alveg að minnast á bók Jóns Karls Helgasonar um Ragnar í Smára sem er vitaskuld ein besta bókin í ævisöguflokknum en ég hlýt samt að efast um að hún verði söluhæst ævisagna,- þó hún kannski eigi það skilið. Til þess er efnið orðið of fjarlægt og mér liggur við að segja sérviskulegt inni í nútímanum, - bloggaði reyndar hér fyrr um þessa bók, sjá http://bokakaffid.blog.is/blog/bokakaffid/entry/985559/
Önnur ævisaga sem vel ætti skilið að fara víða er stórvirki Óskars Guðmundssonar um Snorra en ég er samt ekki viss um að það gerist, til þess hefði bókin þurft jákvæðari dóma gagnrýndenda til þessa og hér er líkt og í verki Jóns Karls um að ræða bókarhlunk sem höfðar ekki endilega til alþýðu manna. Sjálfur á ég eftir að lesa Snorra og ætla mér að eiga það eftir til jólanna en get af stuttri skoðun fullyrt að fyrir alla Sturlungaaðdáendur er þetta skyldulesning.
Af íslenskum ævisögum er bók Árna Heimis Ingólfssonar líklega best heppnuð en þá fer ég líka að dæmi bókatíðindanna og flokka bók Vilborgar Davíðsdóttur um Auði sem skáldverk. Við þurfum reyndar ekkert að velta flokkuninni á Auði of mikið fyrir okkur - getum einfaldlega flokka hana sem eina af allrabestu bókum þessara jóla.
En besta ævisagan sem kemur út á íslensku er bók Montefiore um Stalín hinn unga í þýðingu Elínar Guðmundsdóttur. Ég las þessa bók á ensku síðasta vetur og get fullyrt að það er langt síðan jafn safarík og merkileg ævisaga hefur ratað á vindlaborðið mitt. Það er að vísu afar klaufalegt hjá Skruddu að auglýsa bók þessa sem bók um umdeildan stjórnmálamann,- Stalín er það ekki frekar en Hitler. Allir sem einhverja glóru hafa viðurkenna að báðir voru fyrst og fremst illmenni en líka miklir örlagavaldar í sögunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.12.2009 kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2009 | 14:23
Engin ævisögujól!
(Bókablogg nr. XIIVIIIK)
Ævisögur eru í uppáhaldi hjá bókaþjóðinni og öðru hverju koma út ævisögur sem seljast í fleiri þúsundunum eintaka sem er eitthvað sem skáldsögur, fræðibækur og ljóðabækur eiga enga möguleika á.
En jólin í ár eru ekki feit fyrir ævisöguunnendur og salan hlýtur því að dreifast á fleiri titla en oft. Af íslenskum ævisögum eru þeir Flosi og Hjálmar líklegastir til að seljast í sæmilegu upplagi og báðar bækurnar ágætar. Hvorug nær því þó að vera frábær og aukinheldur er Flosabókin einfaldlega endurútgáfa bókar sem kom út fyrir 27 árum. Af öðrum ævisögum sem gætu náð sæmilegri sölu má nefna Jón Bö, Gylfa Ægisson, Vigdísi og Jóni Leifs. Þá geta poppararnir Vilhjálmur, Papa-Jazz og Magnús Eiríksson allir ná sæmilegri sölu en engu flugi. En þetta var söluspá, næst ætla ég að blogga um það hvaða ævisögur eru bestar og hverjar eru ekki bestar.
Bloggar | Breytt 8.12.2009 kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2009 | 00:03
Metsölulistinn frá 25. nóv. - 1. des. 2009
Metsöluslisti frá 25.11 1.12 2009
1. Svo skal dansa - höf. Bjarna Harðarson - útg. Veröld (1.)
2. Sagnabrot Helga í Hólum - höf. Helgi Ívarsson - útg. Sunnlenska bókaútgáfan (5.)
3. Fjallakúnstner segir frá - Pjetur Hafstein Lárusson skráði- útg. Skrudda (ný)
4. Hjartsláttur höf. Hjálmar Jónsson - útg. Veröld (2.)
5. Svörtuloft - höf. Arnaldur Indriðason - útg. MM (aftur inn)
6. ...og svo kom Ferguson - höf. Bjarni Guðmundsson - útg. Uppheimar (ný)
7. Vökulok- höf. Guðjón Ólafsson útg. Sögufélag Árnesinga (6.)
8. Ný von að morgni höf. Ólafur Helgi Kjartansson útg. Vestfirska forlagið (ný)
9. Börnin syngja jólalög höf. Ólafur Gaukur valdi útg. Setberg (ný)
10. Snorri - höf. Óskar Guðmundsson - útg. JPV (aftur inn)
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]