18.11.2009 | 15:39
Góði forsetinn og Ólafur Ragnar orðinn séra
Enn eitt jólabókabloggið:
Gerður Kristný er einn okkar besti barnabókarhöfundur og sendir nú frá sér aðra Bessastaðabókina, að þessu sinni bók um alvöru prinssessu sem heimsækir íslenska forsetann og lendir með honum í ótrúlegum ævintýrum í byggðum og óbyggðum. Við sögu komu bændur og búalið, kóngur og drottning, brúðgumi og brúður hans að ekki sé sleppt fálkaorðunni sem leikur hér stórt hlutverk.
Eins og hin ágæta bók Hallgríms Helgasonar um kossakonuna eru Bessastaðabækur Gerðar Kristnýjar fyrir alla aldurshópa. Aftan á bókinni er merking sem gefur vísbendingu um aldursbilið þar sem stendur inni í rauðum hring 6+. Og plúsinn er þar mikilvægur því sjálfur las ég þessa bók mér til meiri skemmtunar og uppbyggingar en margt í svokölluðum fullorðinsbókum.
Eitt af því sem hér vekur athygli er að í frábærum teikningum Halldórs Baldurssonar bera sögupersónurnar yfirleitt ekki svip af neinum þekktum andlitum,- utan einu sinni. Meira að segja forsetinn er svo venjulegur í útliti að hann gæti verið danskur. En þetta eina skipti er þegar sögulegu brúðkaupi í Vatnadal er lokið. Þá birtist presturinn á kirkjutröppunum og er þá enginn annar en Ólafur Ragnar Grímsson!
Hér er brugðið á skemmtilegan leik og sagan öll er full af skilaboðum, kannski ekki endilega hápólitískum enda er það svo leiðinlegt. En skilaboð eins og um samskipti forseta við alþýðuna og þeir sem vilja fara lengst í túlkunum geta velt fyrir sér samskiptum hænsna við lóur í túni Bessastaða. Semsagt tær frásögn og skemmtilegur boðskapur einkennir frásögn Gerðar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:33 | Facebook
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.