Leita í fréttum mbl.is

Örstutt á Degi íslenskrar tungu

Í nýrri ljóðabók Gyrðis Elíassonar ,,Nokkur orð um kulnun sólar" er lítið ljóð um orðið lífsbaráttu. Það hljómar svona:

FAGNAÐAREFNI FYRIR
RITSTJÓRA ORÐABÓKA

Orðið lífsbarátta
hefur aftur
fengið merkingu

Vitanlega er höfundur hér að gera örlítið grín, en ljóðið vekur mann til umhugsunar um orð og merkingu þeirra. Merking orða getur breyst eftir því í hvaða samhengi þau eru sögð og jafnvel eftir því hver segir þau. Því á bak við orðin sem eru sögð eru tilfinningar þess sem talar og sá sem hlustar og nemur túlkar svo á sinn hátt. Mig minnir að Milan Kundera geri þetta að umfjöllunarefni í einum kafla í bók sinni ,,Óbærilegur léttleiki tilverunnar".

Njótið dagsins.

-eg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband