Leita í fréttum mbl.is

Helgi Ívarsson kominn á bók

sagnabrot_helga_i_holum_kapa

Í vikunni kom út á vegum Sunnlensku bókaútgáfunnar úrval af skrifum Helga Ívarssonar og heitir bókin Sagnabrot Helga í Hólum. Helgi var sem kunnugt er fastur dálkahöfundur á Sunnlenska fréttablađinu síđustu ćviár sín. Sameiginleg útgáfuhátíđ vegna bókar Helga og bókarinnar Vökulok sem Sögufélag Árnesinga gefur út verđur í Tryggvaskála nćstkomandi sunnudag klukkan 16.

-----

Bókin Sagnabrot Helga í Hólum geymir úrval af skrifum frćđimannsins og bóndans Helga Ívarssonar frá Hólum í Stokkseyrarhreppi (1929-2009). Hér ađ finna greinar um ţjóđfrćđi og sögu, sagnir af fátćkt fyrri alda, kvenskörungum og höfđingjum, brot úr byggđasögu, ástarsögu frá gamalli tíđ og frásögn af innreiđ útvarpsins í menningarlíf Flóamanna, svo fátt eitt sé taliđ.

Tök Helga á íslensku máli voru einstök hvort sem var í rćđu eđa rituđu máli. Sú gáfa höfundarins nýtur sín vel í ritgerđum ţeim sem hér birtast en ekki síđur yfirburđa ţekking á viđfangsefninu. Helgi var barn tveggja tíma og ţekkti af eigin raun margt í ćvafornum vinnubrögđum og ţjóđlífssiđum. Hann ber hér saman lífshćtti 21. aldarinnar og ţess tíma sem hann sjálfur fékk innsýn í hjá gömlu fólki í Flóanum snemma á 20. öld. Ţannig verđa skrif hans um matarmenningu, veđurspár og hjátrú hvalreki öllum ţeim sem fást viđ sagnfrćđi og ţjóđfrćđi. Í öllu ţessu tekst höfundi snilldarlega ađ tvinna saman ritađar heimildir handrita og bóka viđ munnlega geymd hins aldna sagnaţular.

Aftast í riti ţessu er skrá yfir ritstörf Helga Ívarssonar og bókinni fylgir einnig vönduđ nafnaskrá.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband