Leita í fréttum mbl.is

Kossaflóð og málbeinið hans Lubba

Jólabókaflóðið er fleira en Arnaldur og einstæðar mæður. Nú flæða hér inn barna- og unglingabækur. Fjallaði aðeins hér fyrr um tvær af unglingabókunum, Kimselíus og bók Guðmundar okkar Brynjólfssonar um Þvílíka viku unglinganna. JPV110718

Tvær barnabækur hafa vakið athygli mína og báðar komið mér þægilega á óvart fyrir að vera vel gerðar og eru jafnframt bækur sem eiga bæði erindi til barna og fullorðinna. Önnur er bók Hallgríms Helgasonar um konuna sem kyssti of mikið. Þetta er frumraun höfundar á sviði barnabóka og þar er Hallgrímur greinilega vel liðtækur ekki síður en í alvarlegri ritun. Bókin er um konu sem við þekkjum allir og sumir þekkja margar svona konur, sumir eru ógn þrúgaðir af svona konum en samt eigum við það sameiginlegt að án þessara kvenna viljum við ekki vera. Um leið og höfundur skrifar þannig inn í hjörtu okkar um þekkta manngerð skrifar hann hugljúfa og þroskandi barnasögu.

Þá er það Lubbi finnur málbein, bók um íslensku málhljóðin. Þessi bók er allt í senn, barnabók, kennslubók og fræðirit. Nauðsynleg barninu en ekki síður öllum foreldrum sama hafa sérstakan áhuga á málþroska barnanna og vitaskuld skyldulesefni kennara. Sjálfur legg ég ekki í að lesa hér mikið af ótta við að tapa dýrmætum sérkennum í málhljóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

 - það væri verra

, 6.11.2009 kl. 22:39

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jiii þetta er ekki bókin um mig?

Hrönn Sigurðardóttir, 7.11.2009 kl. 01:51

3 identicon

Ha ha, en kærar þakkir fyrir Lubba-reddinguna. Hún kemur sér vel fyrir tvo litla ameríkusnúða.

Guðlaug Hestnes (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 22:26

4 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Hæ, hæ

Eigið þið til öll bindin af bókinni Gamla hugljúfa sveit eftir Þorstein Geirsson á Reyðará?

mbk

Halldóra Hjaltadóttir, 9.11.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband