Leita í fréttum mbl.is

Land þagnarinnar er mögnuð bók

Enn af bókabloggi. Var að leggja frá ari.jpgmér Land þagnarinnar eftir Ara Trausta Guðmundsson (Einarssonar frá Miðdal.) Í þessari mögnuðu bók rekur Ari fjölskyldusögu sem er með miklum eindæmum. Það er þó fjarri bókarhöfundi að fella dóma heldur rekur hann tilfinningar sínar og annarra fjölskyldumeðlima allt frá barnæsku þar sem hann elst upp með móður og ömmu sem báðar höfðu átt sama manninn.

En sagan er um leið magnaður hluti af 20. aldar sögu álfunnar því hér segir einnig frá gyðingaofsóknum í Þýskalandi, kvikmyndaiðnaði í Weimarlýðveldinu og ótal mörgu öðru. Mögnuð bók sem snertir strengi í öllum, hvort sem það eru áhugamenn um ættarsögur, pólitík eða ástarævintýri.

-b.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband