Leita í fréttum mbl.is

Furðurveröld Terrence Bumbly

clicktobuy.jpgÞað eru margar forvitnilegar bækur í Sunnlenska bókakaffinu og ein þeirra er bókin ,,The Museum of Unnatural History" eftir Terrence Bumbly. Nafn höfundarins er reyndar dulnefni en það upplýsist hér (með leyfi frá honum) að hið rétta nafn hans er David Henley og er hann Ástrali, búsettur í Sydney.

Bókin gerist á 25. öld og er herra Bumbly sögumaðurinn. Í bókinni segir hann frá safni sem bróðir hans stofnaði og hýsir safnið ýmsar furðurverur. Skömmu áður en bróðir hans deyr gerir hann herra Bumbly að yfirmanni safnsins. Svo óheppilega vill þó til að einn daginn kemur upp eldur í safninu og það brennur til kaldra kola. Til að reyna að varðveita í einhverri mynd það sem var í safninu ákveður herra Bumbly að rissa upp myndir af þeim furðurskepnum sem þar voru og skrifa um þær.Í bók herra Bumbly ,,The Museum of Unnatural History" má því sjá myndir af þessum skepnum og lesa um þær.

Herra Bumbly þessi hefur einnig opnað vefsíðu þar sem kynnast má veröld hans betur og er slóðin www.bumblyverse.com Herra Bumbly stefnir líka að því að gefa út nýja bók, en fyrsta bók hans ,,The Museum of Unnatural Hisory" fæst eingöngu í áströlskum bókabúðum og svo í Sunnlenska bókakaffinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband