15.2.2009 | 16:35
Furðurveröld Terrence Bumbly
Það eru margar forvitnilegar bækur í Sunnlenska bókakaffinu og ein þeirra er bókin ,,The Museum of Unnatural History" eftir Terrence Bumbly. Nafn höfundarins er reyndar dulnefni en það upplýsist hér (með leyfi frá honum) að hið rétta nafn hans er David Henley og er hann Ástrali, búsettur í Sydney.
Bókin gerist á 25. öld og er herra Bumbly sögumaðurinn. Í bókinni segir hann frá safni sem bróðir hans stofnaði og hýsir safnið ýmsar furðurverur. Skömmu áður en bróðir hans deyr gerir hann herra Bumbly að yfirmanni safnsins. Svo óheppilega vill þó til að einn daginn kemur upp eldur í safninu og það brennur til kaldra kola. Til að reyna að varðveita í einhverri mynd það sem var í safninu ákveður herra Bumbly að rissa upp myndir af þeim furðurskepnum sem þar voru og skrifa um þær.Í bók herra Bumbly ,,The Museum of Unnatural History" má því sjá myndir af þessum skepnum og lesa um þær.
Herra Bumbly þessi hefur einnig opnað vefsíðu þar sem kynnast má veröld hans betur og er slóðin www.bumblyverse.com Herra Bumbly stefnir líka að því að gefa út nýja bók, en fyrsta bók hans ,,The Museum of Unnatural Hisory" fæst eingöngu í áströlskum bókabúðum og svo í Sunnlenska bókakaffinu!
Flokkur: Menning og listir | Breytt 17.2.2009 kl. 23:38 | Facebook
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.