4.2.2009 | 22:11
Birkilanskir auðmenn og hetjusögur í bókahillum
Þetta er eiginlega ófyrirleitnari og vitlausari farsi en svo að gaman sé að og nær á degi eins og þessum að lesa bækur en fréttir. Rakst uppi í skringihillunni minni í bókabúðinni á næfurþunnt blátt harðspjaldakver frá 1929 eftir Sæmund Stefánsson niðursetning sem heitir Æfisaga og draumar. Karl þessi var fæddur 1859 á Bjarnastöðum í Hvítársíðu og ólst upp sem niðursetningur við illt atlæti:
Eg man ekki betur, en að eg væri barinn því nær á hverjum degi í fjögur ár...
Hér er grimmdarleg lýsing á uppvexti manns sem nær fyrir vikið aldrei fullum líkamsþroska, veikist af holdsveiki og lifir það að finna útlimi, bein og holdstykki detta af sér, ýmist af kali eða veikindum. En í stað þess að klæmst sé á þessu eins og Laxnes óneitanlega gerir í sambærilegri ævilýsingu í Ljósvíkingnum eða þá að höfundur sé fullur sjálfsvorkunnar í anda Birkilands er sagan sögð blátt áfram. Höfundur er þakklátur fyrir þá sem reynast honum vel en sleppir því að nafngreina hina.
Sæmundur niðursetningur er því alls ólíkur Jóni Ásgeiri í því að kenna veröldinni um það sem miður fer og hefði þó frekar efni á því.
(Eins og fyrr fær bókakaffið að endurbirta blogg sem ég skrifa um bækur og þó að þetta sé um bækur og pólitík læt ég það fljóta hér inn. -b. Sjá bjarnihardar.blog.is)
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.