Leita í fréttum mbl.is

Birkilanskir auðmenn og hetjusögur í bókahillum

saemundur_stefansson.jpg Á birkilönskum degi eins og þessum er eiginlega ekki við hæfi að blogga um pólitík. Jón Ásgeir sem þjóðin hefur borið á höndum sér lengi kennir nú öllu öðru en sjálfum sér um sínar ófarir og vorkennir sér að tapa úr höndum sér búðasjoppum í London. Honum er aftur á móti slétt sama um þann skaða sem hann hefur unnið íslenskri þjóð með glannaskap sínum. Og kennir svo Davíð um!

Þetta er eiginlega ófyrirleitnari og vitlausari farsi en svo að gaman sé að og nær á degi eins og þessum að lesa bækur en fréttir. Rakst uppi í skringihillunni minni í bókabúðinni  á næfurþunnt blátt harðspjaldakver frá 1929 eftir Sæmund Stefánsson niðursetning sem heitir Æfisaga og draumar. Karl þessi var fæddur 1859 á Bjarnastöðum í Hvítársíðu og ólst upp sem niðursetningur við illt atlæti:

 Eg man ekki betur, en að eg væri barinn því nær á hverjum degi í fjögur ár...

Hér er grimmdarleg lýsing á uppvexti manns sem nær fyrir vikið aldrei fullum líkamsþroska, veikist af holdsveiki og lifir það að finna útlimi, bein og holdstykki  detta af sér, ýmist af kali eða veikindum. En í stað þess að klæmst sé á þessu eins og Laxnes óneitanlega gerir í sambærilegri ævilýsingu í Ljósvíkingnum eða þá að höfundur sé fullur sjálfsvorkunnar í anda Birkilands er sagan sögð blátt áfram. Höfundur er þakklátur fyrir þá sem reynast honum vel en sleppir því að nafngreina hina.

Sæmundur niðursetningur er því alls ólíkur Jóni Ásgeiri í því að kenna veröldinni um það sem miður fer og hefði þó frekar efni á því. 

(Eins og fyrr fær bókakaffið að endurbirta blogg sem ég skrifa um bækur og þó að þetta sé um bækur og pólitík læt ég það fljóta hér inn. -b. Sjá bjarnihardar.blog.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband