3.2.2009 | 18:21
Guðdómlega leiðinlegar bækur
Samt er ákveðin tegund af vondum bókum sem ég les, - það eru þessar skrýtnu, helst mikið skrýtnar og þá því leiðinlegra því betra. Í þessum flokki eru bæklingarnir sem Megas syngur um í kvæði sínu um Birkiland;
Við seldum litla bæklinga
en salan hún var treg...
Ég veit ekkert hvernig salan hefur gengið á bæklingi fjögurra bænda á Skeiðunum en hann er í dag fágæti þrátt fyrir að vera bæði leiðinlegur og torskilinn. Íslenskan á honum er góð eins og á öllu af Skeiðunum og ritið kitlandi naív.
Þetta er semsagt bæklingur frá 1951 sem stílaður er af Hinriki heitnum í Útverkum á Skeiðum og er angi af verstu innansveitarkróniku sem nokkur hreppur hefur staðið frammi fyrir. Verkið að gera úr því skemmtilega bók bíður sagnameistara komandi daga en þessi pési heitir: "Afréttar-málið sem orsakaði mestu kjörsókn á Íslandi."
Bæklingur þessi er ekkert einsdæmi. Á þessum tímum og lengi fyrr var það algeng leið til að útkljá deilumál í þröngum hópi að gefa út um þau hlutdrægar og langlokulegar lýsingar á prenti. Það er annar hér í fornbókabúðinni hjá mér ekki síður skrautlegur samsetningur sem heitir Rangindi og rjettarfar eftir Gísla Jónsson og greinir frá hvunndagslegu þrasi alþýðumanna á Nesjum í Grafningi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Aö vísu aðeins fyrri hluti í langri ferðasögu en mér sýnist að sá síðari hafi aldrei komið út.
Þriðja smáritið sem hér leynist er Orrustan á Bolavöllum eftir Pétur Jakobsson fasteignasala í Reykjavík (f. 1886). Ritið er áritað Sigurgrími Jónssyni í Holti. Nafnið vekur forvitni þar sem hér er vísað til orrustu á þeim stað þar sem forn hindurvitni segja að næst verði barist á Íslandi en vellir þessir eru einmitt neðan við Hellisheiðarvirkjun. Ef einhver lesandi veit til hvaða atburða höfundur er hér að vísa væri gaman að fá um það fróðleik en mér sýnist þetta skemmtiríma af raunverulegu ati, jafnvel pólitík eða þá einhverjum kunningjaslagsmálum.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]
Athugasemdir
Skemmtilega "sveitó" bloggið í dag. kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.