Leita í fréttum mbl.is

Mestur sagnamaður

dimmarrosirOg áfram með bókablogg. Er enn að dunda við eina og eina úr jólavertíðinni. Ætlaði eiginlega alls ekki að lesa Dimmar rósir eftir Ólaf Gunnarsson. Þrátt fyrir dálæti mitt á höfundinum fannst mér efnið hálfvegis óspennandi. Fyllerí og vergirni í Reykjavík viðreisnaráranna. Getur slíkt nú orðið spennandi.

Líklega ekki hjá neinum öðrum höfundi okkar núlifandi. Þó Ólafur sé ekki endilega mjög djúpur eða magnaður höfundur á borð við Guðberg eða Guðrúnu Mínervu er hann hvað mestur sagnamaður sem nú heldur á penna. Já, ég held að hann geti jafnvel staðið þar framar meistara Kárasyni án þess að það sé sanngjarnt að fara þar í samjöfnuð svo ólíkra höfunda.

Dimmar rósir er þunglyndisleg saga um taumleysi, ástir, þrár og breiskar manneskjur. Skrifuð af þeirri færni að það er erfitt að leggja hana frá sér. Gildi hennar liggur samt fyrst og fremst í mannlýsingunum sem eru þó eins og nafnið bendir til giska dimmar.

Eftir þessa bók er rétt að hesthúsa einhverju bjartsýnu og uppörvandi. Hjá mér varð fyrir valinu að lesa eina af bókum Ara Arnalds frá fyrri hluta 20. aldar sem var óborganlegur sveitarómantíker sem breytti veruleikanum í Grimmsævintýri og gerði það ágætlega. Eiginlega nauðsynlegur í  melankólíu nútímans.

En sem ég er að pára þetta inn nú í stolnum stundum í búðinni fá þeir Þorvaldur Kristinsson og Einar Kárason bókmenntaverðlaunin íslensku. Þorvald hefi ég reyndar ekki lesið en báðir vafalaust vel að verðlaunum komnir. Til hamingju strákar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband