27.12.2008 | 12:43
Apakóngur lokar bókakaffi
Sunnlenska bókakaffið er lokað í dag, laugardaginn þriðja í jólum enda liggja bóksalarnir uppi í rúmi handan götu og lesa Apakónginn og aðrar gersemar jólabókaflóðsins.
Apakóngur á silkiveginum er eitt af stórvirkjum þessara jóla og í kaupbæti fallegasti prentgripurinn. Á jóladagsmorgun vaknaði einn bóksalanna í Sunnlenska bókakaffinu upp við afmælissöng og var síðan skenkt þessu fjallþunga sýnishorni kínverskrar frásagnarlistar.
Þetta eru alþýðubókmenntir og upphaflega til orðnar á tehúsum Han-þjóðarinnar. Hér segir af köppum og klækjarefum, pólitískum loddurum og allskonar illþýði. Það er kínafarinn Hjörleifur Sveinbjörnsson sem þýðir úr kínversku, velur efni og ritar merkan formála.
Þríríkjasaga er sú fyrsta og segir frá valdabaráttu við Langá þeirra Kínverja, blauðum ráðgjöfum og ráðsnjöllum herforingjum. Pólitískar senur í samræðum og ráðabruggi eru ekki síðri en við þekkjum í Sturlungu og brenndar því sama marki að hér grautast saman mikill skari höfðingja svo stundum er erfitt að greina hver er hvurs í þeim efnum. Enda heita kapparnir nöfnum sem renna svilítið saman eins og Lu Su, Lius Bei, Ci Meng, Cheng Pu, Zhou Dai, Lin Tong, Cheng Zi og ekki má gleyma erkiskálkinum Cao Cao.
Engu að síður renna þessar sögur frábærlega í lestri og víða má finna þráð milli þessara sagna og miðaldasagnaarfs okkar Íslendinga þó svo að allt sé hér heldur stærra í sniðum en við Flóabardaga og jafnvel Svoldarorusta verður hálfvegis afdalaleg í samanburðinum.
Sunnlenska bókakaffið opnar svo að afloknu jólafríi klukkan 12 á mánudag og verður eftirleiðis opið 12-18 virka daga en 12 - 16 á laugardögum.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:44 | Facebook
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.