Leita í fréttum mbl.is

Draugasaga fyrir táninga og tíræða

Ég var að ljúka við að lesa Garðinn eftir Gerði Kristnýju. Bókin er skrifuð fyrir unglinga en hún hélt mér fullorðinni manneskjunni alveg við efnið.

Sagan segir frá Eyju sem er 15 ára og er nýflutt ásamt foreldrum sínum í Vesturbæinn, nánar tiltekið á Ljósvallagötuna. Glugginn í nýja herberginu hennar Eyju snýr út í Hólavallakirkjugarð og má segja að sagan snúist í kringum hann og einn forlátan stól sem fjölskyldan festir kaup á.

Það sem mér finnst skemmtilegt við söguna er hvernig gamli og nýji tíminn kallast á, en segja má að sögusviðið sé Reykjavík í kringum 1918 og svo Reykjavík nútímans. Ungir Reykvíkingar fyrir 90 árum síðan sendu hvor öðrum sendibréf en Reykvísk ungmenni nútímans senda SMS og tölvupóst eins og allir vita. Samt hefur mannfólkið ekki breyst neitt svo mikið að öðru leyti. Ungar stúlkur urðu ástfangnar þá sem nú og fólk veiktist, sumt lífshættulega. Þannig stendur manneskjan að vissu leyti áfram í sömu sporunum þó umhverfi og lífhættir breytist.

Þetta er bók sem virkilega er hægt að mæla með hvort sem lesendurnir eru á táningsaldri eða tíræðir.

-eg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband