Leita í fréttum mbl.is

Feit var hún Þorláksmessa...

Það kemur upp kaupmannseðli í bóksalafjölskyldunni á dögum eins og í gær. Sjálfur hefi ég þá sérvisku að rífa helst alls ekki strimilinn af kassanum allan daginn. Það er auðvitað brugðið útaf þessu ef einhver vill fá kvittun. Annars er reynt að öngla í að teygja megi strimilinn allaleið útað dyrum í lok dags. Tekst dag og dag, sérstaklega á aðventunni...

Í gær, á sjálfan Þollák var opið til 11 og þá náði ræman fjórfalt þangað og yngsti sonurinn stökk með alla súpuna í reiknivél rétt fyrir lokun í gærkvöldi. Niðurstaðan var 768.593 krónur eftir daginn. Það er næstum tveggja mánaða velta miðað við venjulegar vetrarvikur.

Skemmtilegast er þó hvað maður hittir marga, tekst að hjálpa mörgum við að velja jólagjöf handa ömmusystur þar og afabarninu hér. Ég þarf reyndar aðeins að taka mig á í barnabókalestri!

Auðvitað eru bækurnar hérna dýrar miðað við það sem gerist í stórmörkuðum. En við hverju er að búast. Sumir skulda 1000 milljarða og þurfa svo sem ekki að leggja á frekar en þeim sýnist. Skulda hlutfallslega miklu meira en okkur smákörlum í atvinnurekstri helst nokkru sinni uppi.

Það var auðvitað freystandi að leggja bara ekkert á bækurnar og fara svo bara í bankann á nýja árinu og segja úps og afsakið, þetta voru mistök. En við ákváðum að vera í jólaskapi og gera hlutina með gamla laginu...

En semsagt, gleðileg jól öll og kærar þakkir fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

-b.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband