Leita í fréttum mbl.is

Göldrótt kvöld í Bókakaffinu

Það verður óvenju fjörugt upplestrarkvöld í Sunnlenska bókakaffinu næstkomandi fimmtudagskvöld 11. desember. Þá mætir Hörður Torfason trúbador og mótmælandi og kynnir splunkunýja ævisögu, Tabú. Skrásetjari er Ævar Örn Jósepsson. Á bókarkápu segir m.a.: baldur-6

Þeir eru til sem hafa hærra og sperra sig meira, en rétt eins og dropinn sem holar steininn hefur Hörður náð að búa um sig í íslenskri þjóðarvitund og breyta henni nánast án þess að nokkur tæki eftir því.
   Að vísu tóku nánast allir eftir því þegar hann lýsti því yfir opinberlega, fyrstur Íslendinga, að hann væri „hómósexúalisti" í viðtali í tímaritinu Samúel árið 1975. Þá fór allt á hvolf, enda glæpsamlegur öfuguggaháttur að vera hinsegin. Hörður, sem hafði verið einn dáðasti og vinsælasti tónlistarmaður landsins, eftirsóttur leikari og fyrirsæta, hraktist af landi brott, ofsóttur og forsmáður jafnt af almenningi og þeim sem ferðinni réðu í listalífinu. Það sem hann gerði í framhaldinu (og gerir enn) hefur ekki farið jafnhátt...

Annar gestur kvöldsins er lífskúnstnerinn Helgi Guðmundsson fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans í bók sinni Til baka. Þar lýsir Helgi í sögulegri skáldsögu baráttu sinni við lífið og heilsuna, skálduðum samferðamönnum og spennandi atburðarás..

Þriðja bókin sem kynnt verður er bók Jóhanns Óla Hilmarssonar um Lundann. Tilvalin jólagjöf til allra náttúruunnenda, heima og erlendis.

Síðast en ekki síst er svo að kynna galdramennina Gunnar Sigurjónsson og Baldur Brjánsson sem bregða á leik með okkur, galdra fram jafnt bækur sem kanínur og eru til alls vísir. Gunnar hefur áður komið í bókakaffið og vakti þá einstaka lukku með töfrabrögðum sem enn hanga óútskýrð í loftinu. Saman hafa þeir félagar sent frá sér ævisögu Baldurs, Töfrum líkast.

Upplestrarkvöld í Sunnlenska bókakaffinu eru öllum opin og aðgangur ókeypis. Húsið opnar klukkan 20:00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband