Leita í fréttum mbl.is

Unglingaástir, persneskar konur og ljóðaþýðingar

Það verður fjölbreytni á fimmtudagsupplestrarkvöldi Sunnlenska bókakaffisins þar sem mætast ólíkir menningarheimar. SlaedusviptingarAð vanda byrjum við 20:30 og erum semsagt að tala um kvöldið 4. desember.

 

Bergvin Oddsson ríður á vaðið með frumlegri bók um unglingaástir í MH sem heitir „Allt fór úrskeiðis.“ Í bókinni segir frá Hemma og Krissu og ævintýralegu tilhugalífi þeirra. Bergvin er Vestmannaeyingur að uppruna og mörgum sunnlendingum að góðu kunnur fyrir þátttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir tveimur árum.

 

Gyrðir Elíasson rithöfundur í Hveragerði kynnir ljóðaþýðingar frá Evrópu og Norður Ameríku sem hann birtir í nýrri bók sinni, Flautuleikur álengdar. Höfundarnir eru flestir þekktir í sínum heimalöndum en hafa ekki áður verið kynntir með þýðingum hér á landi.

 

Síðast en ekki síst er svo kynning á magnaðri kvennabók blaðakonunnar Höllu Gunnarsdóttur sem heiti Slæðusviptingar. Bók þessi  byggist á viðtölum Höllu við þrettán íranskar konur en þar er dregin upp áhugaverð mynd af lífi þeirra og störfum. Um leið fræðist lesandinn um sögu og menningu fólksins sem byggir þetta umtalaða land og inn á milli má lesa ferðasögur höfundar og nokkurra annarra íslendinga sem þangað hafa lagt leið sína.

 

Þann 5. desember sem er föstudagur er aftur upplestarkvöld en þá verða það Vestfirðingar sem stíga á stokk. Nánar hér á vefnum á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband