Leita í fréttum mbl.is

Fluga á vegg

167Það er gamlársdagur og við Arnar og Tommi erum búnir að snatta í kringum brennuna síðan í morgun. Stóru strákarnir segja okkur annað slagið að hundskast burt, því við séum bara litlir aumingjar með hor sem þorum engu, en við segjum að það sé ekki rétt, við höfum komið með þrjá fulla strigapoka af spýtum sem við stálum úr hlöðunni hans Valda.

- Jæja, segir Fúsi sem á heima í blokkinni uppi við Hringbraut, fyrst þið stáluð spýtunum megiði vera með, er það ekki, strákar?

Fúsi er stór og sterkur eins og pabbi hans sem er járnsmiður og alltaf kolsvartur í framan þegar hann kemur heim úr vinnunni. Fúsi er aldrei viðbjóðslegur við okkur litlu strákana eins og vitleysingarnir hans Valda, heldur leyfir hann okkur stundum að vera með þegar stóru strákarnir stífla skurðina svo vatnið safnast í tjarnir sem hægt er að sigla skútunum á. Fúsi er svo sterkur að þegar hann segir eitthvað þá er það samþykkt orðalaust. Nú samþykkja allir að við megum vera með í brennunni, bara af því Fúsi segir það.

(Skrautlegar persónur, tíðarandi, viðburðir, vinir, óvinir, myndir sem greipast í hugann. Fluga á vegg lýsir uppvaxtarárum ungs drengs í Vesturbæ Reykjavíkur um miðja síðustu öld. Eins og við er að búast frá hendi Ólafs Hauks Símonarsonar, bók full af gamansemi, dramatík og hugljúfum stemningum. Útg. Skrudda)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband