22.11.2008 | 00:15
Fluga á vegg
Það er gamlársdagur og við Arnar og Tommi erum búnir að snatta í kringum brennuna síðan í morgun. Stóru strákarnir segja okkur annað slagið að hundskast burt, því við séum bara litlir aumingjar með hor sem þorum engu, en við segjum að það sé ekki rétt, við höfum komið með þrjá fulla strigapoka af spýtum sem við stálum úr hlöðunni hans Valda.
- Jæja, segir Fúsi sem á heima í blokkinni uppi við Hringbraut, fyrst þið stáluð spýtunum megiði vera með, er það ekki, strákar?
Fúsi er stór og sterkur eins og pabbi hans sem er járnsmiður og alltaf kolsvartur í framan þegar hann kemur heim úr vinnunni. Fúsi er aldrei viðbjóðslegur við okkur litlu strákana eins og vitleysingarnir hans Valda, heldur leyfir hann okkur stundum að vera með þegar stóru strákarnir stífla skurðina svo vatnið safnast í tjarnir sem hægt er að sigla skútunum á. Fúsi er svo sterkur að þegar hann segir eitthvað þá er það samþykkt orðalaust. Nú samþykkja allir að við megum vera með í brennunni, bara af því Fúsi segir það.
(Skrautlegar persónur, tíðarandi, viðburðir, vinir, óvinir, myndir sem greipast í hugann. Fluga á vegg lýsir uppvaxtarárum ungs drengs í Vesturbæ Reykjavíkur um miðja síðustu öld. Eins og við er að búast frá hendi Ólafs Hauks Símonarsonar, bók full af gamansemi, dramatík og hugljúfum stemningum. Útg. Skrudda)
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.