Leita í fréttum mbl.is

Sumarljós og svo kemur nóttin...

...konan heitir Rósa, bóndakona úr suðurdölum, situr í hreppsnefnd, kann að skipuleggja, hrinda í framkvæmd, fátt gerist í sveitinni hennar nema hún sé þar með puttana, Rósa á það til að setjast á stól undir vegg og spila angurvær lög á fiðlu fyrir hænsnin á hlaðinu, hundinn og börnin og stundum kemur forvitinn kálfur. Maðurinn býr í þorpinu, þetta er sjálfur Daníel, dýralæknirinn sem bjó um brotinn fót Simma, þegar hann datt af hestbaki. Það er stundum viskílykt af Daníel, hann dreymir um Rósu, skrifar henni ástarbréf sem hann les fyrir nóttina og tólf ára köttinn sinn, gatar það síðan og kemur fyrir í möppu, handarbak hans straukst við úlpuna hennar þegar þau fóru út úr búðinni, það fór straumur um hann allan og lífið var fallegt...

(Jón Kalman Stefánsson: Sumarljós og svo kemur nóttin, Rv. 2005. Frábær nútíma lýsing á íslenskri landsbyggð, - líklega Búðardal þó það sé aldrei sagt. Einn þessara dýrgripa sem fá má fyrir slikk í fornbókabúðinni okkar.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband