Leita í fréttum mbl.is

,,Ljóðið ratar til sinna"

Það má segja að árið 2008 hafi verið ár ljóðsins í Sunnlenska bókakaffinu. Ljóðabækur hafa selst vel það sem af er árinu. Kvæðasafn Þórarins Eldjárns hefur verið mjög vinsælt frá því það kom út í vor og þegar áhugi á því tók að minnka þá tók við ljóðabókin ,,Eg vil kveða um eina þig" en sú bók inniheldur ástarljóð Páls Ólafssonar. Þá er óhætt að fullyrða að limrubók Hjálmars Freysteinssonar læknis ,,Heitar lummur" hafi líka selst eins og heitar lummur!
Þann 13. október sl. voru 100 ár liðin frá fæðingu Steins Steinars en ljóðasafn hans var endurútgefið á árinu og má segja að lesendur hafi tekið því fagnandi.

Af þessu má því ætla að þrátt fyrir svartsýni margra varðandi ljóðið þá ,,rati ljóðið til sinna" eins og Þorsteinn frá Hamri sagði eitt sinn. Og viðskiptavinir Bókakaffisins taka eflaust undir með Guðmundi á Mýrum í ljóði Þórarins Eldjárns ,,Bókagleypir" þegar...

Hann segir: Þó er best að borða ljóð,
en bara reyndar þau sem eru góð.

-eg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Ljóðið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en að grípa niður í ljóðabók þega mann vantar ró í sálina.

En þar sem ég er að leita að einni lítilli bók, um Bólu-Hjálmar, þar sem fjallað var um æfi hans og nikkur ljóða og lausavísna hans voru birtar. Ég átti þessa bók þegar ég var í Kennraskólanum en svo lánaði ég hana einhverjum fyrir 34 árum og síðan hef ég ekki séð hana. 

Nú velti ég því fyrir mér hvort þessi bók finnist á Bókakaffinu.  Í útliti var þessi bók frekar lítil og blágrá að lit.  Nú man ég bara ekki lengur hvað hún heitir.  Mér þætti vænt um ef þið gætuð bent mér á hvort þessi bók sé einhverstaðar fáanleg.

Kveðja frá Noregi

Guðni

Dunni, 6.11.2008 kl. 16:11

2 identicon

Sæll, lýsingin á bókinni passar við Íslensk úrvalsrit. Við eigum mörg þeirra en því miður ekki Hjálmar Jónsson. Ég skal láta þig vita ef ég rekst á hana .

Kveðja, Elín

Elín Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Dunni

Þakka þér kærlega fyrir Elín.

Bið ða heilsa í Tungurnar.

Dunni, 11.11.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband