Leita í fréttum mbl.is

Að hringsnúa líkkistunum

Fyrir nokkuð löngu dó sveitarkerling ein á bæ; hafði hún verið su_thrageðstygg
mjög og ill viðureignar og heitið að ganga aftur. Þegar kerla var dauð, lét bóndi rífa norðurstafninn úr baðstofunni og smokka henni þar út og gerði síðan stafninn upp aftur. Svo var kerling jörðuð, og bar ekki á neinu um sinn, þangað til kom fram á vetur. Fór þá að verða vart við það, að einhver var að rjátla við baðstofustafninn...

Fleira mun það og hafa verið, sem gert var til þess að gera þeim dauðu erfiðara fyrir að hverfa aftur til mannheima. Eitt með öðru var það, að hringsnúa líkkistunum, þegar þær voru bornar til grafar, úti fyrir kirkjudyrunum, til þess að rugla þá í áttunum. Þess er síðast getið, að það hafi verið gert í Grímsey á næstu árunum eftir 1830...

(Sú þrá að þekkja og nema, greinar um og eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Rv. 2007)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband