28.10.2008 | 23:19
Bloggsíða bókanna
Sunnlenska bókakaffið hefur opnað bloggvef þar sem bækur af öllu tagi taka til máls. Vefur þessi er hluti af bloggvef Morgunblaðsins og opnaður þar með góðfúslegu leyfi Árvakurs. Með vef þessum er ætlunin að skapa umræðu um bókmenntir, fornar og nýjar. Opið verður fyrir athugasemdir og skoðanir lesenda.
Auk þess verða á bókavefnum upplýsingar um nýútkomnar bækur og sagt frá bókum sem seldar eru í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. Þar er jöfnum höndum verslað með kaffi og bækur, nýjar og notaðar.
Við opnun hins Sunnlenska bókavefs blogga meðal annarra bóka nokkrar sem nýkomnar eru á markaðinn, s.s. Alkasamfélagið eftir Orra Harðarson, Hafskip í skotlínu eftir Björn Jón Bragason og Meðan hjartað slær sem er lífsreynslusaga Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar hárskera, rituð af Sigurði Þór Salvarssyni.
Bloggvefur Sunnlenska bókakaffisins mun enn fremur birta aðsendar greinar um bækur, bókadóma og fréttir af bókamönnum eftir því sem tilefni gefast.
Ritstjórar vefsins eru hjónin og bóksalarnir Elín Gunnlaugsdóttir og Bjarni Harðarson.
(Fréttatilkynning, nánari upplýsingar í síma 694 3874 og 897 3374)
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.