Leita í fréttum mbl.is

Bloggsíða bókanna

Sunnlenska bókakaffið hefur opnað bloggvef þar sem bækur af öllu tagi taka til máls. Vefur þessi er hluti af bloggvef Morgunblaðsins og opnaður þar með góðfúslegu leyfi Árvakurs. Með vef þessum er ætlunin að skapa umræðu um bókmenntir, fornar og nýjar. Opið verður fyrir athugasemdir og skoðanir lesenda.

 

Auk þess verða á bókavefnum upplýsingar um nýútkomnar bækur og sagt frá bókum sem seldar eru í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. Þar er jöfnum höndum verslað með kaffi og bækur, nýjar og notaðar.

 

Við opnun hins Sunnlenska bókavefs blogga meðal annarra bóka nokkrar sem nýkomnar eru á markaðinn, s.s. Alkasamfélagið eftir Orra Harðarson, Hafskip í skotlínu eftir Björn Jón Bragason og Meðan hjartað slær sem er lífsreynslusaga Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar hárskera, rituð af Sigurði Þór Salvarssyni.

 

Bloggvefur Sunnlenska bókakaffisins mun enn fremur birta aðsendar greinar um bækur, bókadóma og fréttir af bókamönnum eftir því sem tilefni gefast.

 

Ritstjórar vefsins eru hjónin og bóksalarnir Elín Gunnlaugsdóttir og Bjarni Harðarson.

(Fréttatilkynning, nánari upplýsingar í síma 694 3874 og 897 3374)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband