Leita í fréttum mbl.is

Rubáiyát og Skuggi

Ţađ eitt ég veit - hvort sannleiksbálsins blysskak_og_frelsid
mér blessun fćra, eđa sorgir, slys -
ađ betri er krá, ţó kćti sé ţar mest,
en kirkja ţar sem engin glćta sést...

Ţannig hljóđar 56. erindi Rubáiyát kvćđabálksins eftir Ómar Khayyám í ţýđingu Jochums Eggertssonar sem tók sér höfundarnafniđ Skuggi. Sunnlenska bókakaffiđ var ađ fá í hús gullfallegt eintak af ţessari bók sem út kom 1946 í 150 tölusettum eintökum. Eintakiđ sem er til sölu hjá okkur er númer 148 og vitaskuld áritađ af ţýđandanum en ekki höfundinum en sá síđarnefndi lést fyrir um 1000 árum síđan og var persi. Kvćđabálkurinn er merkilegur óđur til lífsins, lífsnautnarinnar og ber vitni um ţađ upplýsta menningarskeiđ sem var međal ţeirra ţjóđa sem nú hafa grafiđ sig niđur í holtaţoku trúarofstćkis.

Nú opnar voriđ arma undur blítt -
og engilfagurt skrúđir blómiđ nýtt
í litagljá í ljóssins fagra hjúp
viđ lind og straum viđ fjall og sć og djúp.

Ţýđandinn Skuggi var einn af sérstćđari rithöfundum 20. aldar sem setti fram margvíslegar einkennilegar kenningar um íslenska menningu, sögu ţjóđarinnar og uppruna Íslendinga. Um ţćr má međal annars lesa í bókinni Brísingamen Freyju sem einnig fćst í Sunnlenska bókakaffinu. Skuggi var bróđursonur Matthíasar Jochumsonar og náfrćndi Sigurđar heitins Sigurmundssonar í Hvítárholti í Hreppum.

Á undan Skugga ţýddi Magnús Ásgeirsson Rubáiát og er sú ţýđing mun ţekktari en báđar ţykja góđar. Skuggi ţótti ţrátt fyrir sérkennilegheit vel skáldmćltur og er mjög andríkur í sínum skrifum.

Myndin hér á síđunni er annars úr allt annarri átt. Tvćr góđar sem voru ađ detta inn í búđina í dag, annarsvegar kennslubók í skák eftir Pétur Zophoníasson ćttfrćđing sem var afi Péturs lćknis í Laugarási. Hitt er grundvallarrit allra sem eru borgaralega sinnađir í pólitík, fyrsta útgáfa hérlendis á fagnađarerindi frjálslyndis og kapítalisma, Frelsiđ eftir John Stuart Mill í ţýđingu Jóns Ólafssonar en bókin kom hér fyrir sjónir Íslendinga 1886 en rit ţetta var ţá aldarfjórđungsgamalt. Frelsiđ eđa Um Frelsiđ (On Liberty á frummálinu) er klassíker sem enn á erindi viđ stjórnmál samtímans...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ţetta eintak af Rubáiyát til sölu?

Ragnar A. Jonson (IP-tala skráđ) 10.11.2008 kl. 11:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband