Leita í fréttum mbl.is

Vinsćlustu bćkurnar

Góđ sala hefur veriđ á bókum í Sunnlenska bókakaffinu fyrir jólin sem og á árinu öllu. Vinsćlustu íslensku skáldverkin eru Mensalder eftir Bjarna Harđarson, Ljósmóđirin eftir Eyrúnu Ingadóttur og
Ósjálfrátt eftir Auđi Jónsdóttur. Allar ţessar bćkur hafa fengiđ góđa dóma og í Mensalder og Ljósmóđurinni er sögusviđiđ sunnlenskt og höfđar ţví enn frekar til lesanda á Suđurlandi.

Í ćvisögum á Gísli á Uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur vinninginn og Elly (um Elly Vilhjálms) eftir Margréti Blöndal fylgir fast á eftir. Núna á allra síđustu dögum hefur salan á Appelsínum frá Abkasíu eftir Jón Ólafsson tekiđ góđan sölukipp.

Limrubókin í samantekt Péturs Blöndals blađamanns er tvímćlalaust söluhćsta ljóđbókin og textar Megasar frá 1966-2011 hafa veriđ vinsćlir, en eru ţví miđur uppseldir hjá útgefanda.

Hrafnsauga eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snćbjörn Brynjarsson er vinsćlasta barnabókin í ár, enda margverđlaunuđ. Reisubók Ólafíu Arndísar eftir Kristjönu Friđbjörnsdóttur er sömuleiđis vinsćl, en hún er uppseld hjá útgefanda. Sunnlenska barnabókin Kattasamsćriđ eftir Guđmund Brynjólfsson er vinsćl bók, en Guđmundur býr á Eyrarbakka og Suđurland er ţví hans heimasvćđi.

Í ţýddum bókum hefur Hungurleikaserían eftir Suzanne Collins vinninginn yfir áriđ, ađrar vinsćlar bćkur eru Hin órtúlega pílagrímsganga Harolds Fry eftir Rachel Joyce og Englasmiđurinn eftir Camillu Läckberg. Fyrir jólin hafa Krúnuleikar eftir George R.R. Martin veriđ vinsćlasta ţýdda bókin.

Ađ lokum má geta ţess ađ Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur er vinsćlasta matreiđslubók ársins og bókin Háriđ eftir Theodóru Mjöll er vinsćlasta bókin í flokki bóka almenns efnis. Ţá er Almanak HÍ (eđa háskólans) alltaf sívinsćlt. Ţví má ćtla ađ Sunnlendingar borđi í framtíđinni hollari mat og ađ ţeir gangi á nýju ári um bćinn međ fallega greitt hár og séu vel upplýstir um sjávarföll viđ strendur landins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband