21.10.2012 | 22:32
Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
Um 200 manns mættu í útgáfuhóf þeirra Þorláks Karlssonar og Soffíu Sæmundsdóttur sem haldið var í Máli og menningu á Laugavegi á föstudegi. Auk þess að kynna þar bókina Tuttugu þúsund flóið opnaði listakonan Soffía þar einkasýningu á völdum verkum úr bókinni.
Kynnt var árituð og tölusett viðhafnarútgáfa að bókinni í svokölluðu Myndskríni Soffíu, öskju þar sem auk bókar var að finna grafískt verk eftir listakonuna, Madrugada.
Bókin Tuttugu þúsund flóð er samfelldur ljóðabálkur sem fjallar um laxveiðina í Ölfusárósum fyrir um fjórum áratugum eða tuttugu þúsund flóðum síðan. Skáldið yrkir um veiðina á lýrískan og áhrifaríkan hátt:
Þannig læðist riðillinn
yfir gjána
og spenna teinsins eykst
Á hárfínan strenginn til þín
felli ég smáriðna von
um snert af tilliti
Barátta veiðimanns við laxinn í Ölfusá sem er myndræn og spennandi. Þjóðhátíðarárið 1974 heldur hún ungum manni föngnum og mynd hennar lifir enn tuttugu þúsund flóðum síðar. Saman við lifir minningin um frændann sem trúir á Þuríði formann, sandlúku í eilífðinni og net sem lögð eru fyrir kaupakonu, svo hárfín að hún finnur ekki fyrir því og sjálfur veit hann ekki hvar á að leggja þau.
Listakonan Soffía Sæmundsdóttir hefur hér klætt ljóð Þorláks Karlssonar í listrænan búning verka sinna.
Kannski hefði ég
greitt þér lokka
við Ölfusá
hefði ég bara boðið þér að koma með.
(Myndir: Ljóðskáldið Þorlákur afhendir ánægðum kaupendum áritað eintak. Á efri mynd er kápa bókar.)
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.