Leita í fréttum mbl.is

Söluhćstu bćkur ársins 2011

Ţađ er alltaf gaman ađ spá í ţađ sem selst best og mest. Metsölubók ársins 2011 hjá okkur er Sumarlandiđ skráđ af Guđmundi Kristinssyni. Sunnlendingar virđast vera spenntir fyrir ţví hvernig menn hafa ţađ eftir ađ ţeir eru komnir yfir móđuna miklu.

Sú skáldsaga sem selst hefur best ţetta áriđ er Gamlinginn eftir Svíann Jonas Jonasson. Bókin hefur varla stoppađ í hillunum hjá okkur eftir ađ hafa fengiđ glimrandi dóma í Kiljunni í haust.

Vinsćlustu ljóđabćkur ársins eru Kanill eftir Sigríđi Jónsdóttur og Bréf til nćturinnar eftir Kristínu Jónsdóttur.

Íslenskur fuglavísir eftir Jóhann Óla Hilmarsson kom út síđsumars og hefur hann selst mjög vel. Ţá hefur bókin Íslenskar lćkningajurtir eftir Önnu Rósu Róbertsdóttur veriđ vinsćl hjá okkur og útivistarbókin Góđa ferđ eftir Helen Garđarsdóttur og Elínu Magnúsdóttur sömuleiđis.

Hávamál endurort af Ţórarni Eldjárn og myndskreytt af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur tróna efst á listanum yfir söluhćstu barnabćkurnar og ćvisaga Sigurđar dýralćknis var vinsćlasta bókin í flokki ćvisagna.

Af ţessu má sjá ađ ţađ eru Sunnlendingar ( Guđmundur, Sigríđur, Jóhann Óli, Anna Rósa, Elín og Sigurđur ) sem hafa vinningin í sölunni hjá okkur og langar mig ađ bćta einum viđ sem seldi líka vel en ţađ er höfundur Selfossbókarinnar, Gunnar Marel Hinriksson. Selfyssingar hafa tekiđ bókinni vel og ţađ er kannski ekkert skrýtiđ ţví hún sýnir bćinn ţeirra í nýju og skemmtilegu ljósi.

Viđ ţökkum svo viđskiptin á árinu sem er ađ líđa. Megi áriđ sem nú fer í hönd fćra ykkur öllum farsćld og friđ.

-eg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband