Leita í fréttum mbl.is

Þorpsstemning, ágústmyrkur og ljóðaþýðingar í Bókakaffinu

Fimmtudaginn 24. nóvember munu lesa úr verkum sínum Guðmundur Andri Thorsson, Eyþór Árnason, Harpa Jónsdóttir og Andrés Eiríksson.

Guðmundur Andri Thorsons sendi nú í haust frá sér bókina Valeyrarvalsinn. Í sögunni segir frá fólki í þorpi einu. Sagan er raunar sextán sögur sagðar í einu. Spennandi bók sem hefur fengið góðar viðtökur.

Eyþór Árnason kvaddi sér hljóðs með ljóðabókinni Hundgá úr annarri sveit. Nú í haust kom út önnur ljóðbók hans sem nefnist Svo ég komi aftur að ágústmyrkrinu.

Harpa Jónsdóttir gaf á dögunum út bókina Eitt andartak í einu. En hún fjallar um unga ófríska stúlku í sjávarþorpi.

Andrés Eiríksson hefur unnið við ljóðaþýðingar og mun lesa þýðingar sýnar.

Komið og kynnið ykkur það nýjasta í íslenskum skáldskap.
Húsið opnar kl. 20:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband