Leita í fréttum mbl.is

Gyrðir og fleiri í kvöld

Gyðir Elíasson mun lesa úr þýðingum sínum í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld, fimmtudagskvöldið 17. nóvember. Skáldið tók nýlega við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs. Auk hans mæta þau Óskar Árni Óskarsson, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Sigríður Jónsdóttir. gyrdir_crop.jpg

Húsið verður að vanda opnað klukkan 20 og upplestur hefst skömmu síðar. Ókeypis og allir velkomnir.

Tvær bækur koma út á þessu ári í þýðingu Gyrðis, Tunglið braust inní húsið sem er safn ljóðaþýðinga og bókin Hvernig ég kynntist fiskunum eftir tékkneska skáldið Ota Pavel.

Óskar Árni Óskarsson les úr ljóðabók sinni Þrjár hendur, Bergþóra Snæbjörnsdóttir les úr nýrri ljóðabók sem nefnist Daloon dagar og að lokum kynnir Sigríður Jónsdóttir bók sína Kanil en hún kom út  fyrir skemmstu. B

Komið og kynnið ykkur það nýjasta í íslenskum skáldskap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband