23.8.2011 | 20:24
Allt á floti er ágætis skvísubók
Öll þekkjum við þegar allt virðist ganga á afturfótunum. Við höfum mikið að gera. Eitthvað óvænt kemur upp. Bíllinn bilar eða það kemur upp leki í húsinu. Við megum alls ekki vera að því að sinna þessu, en við verðum.
Þetta gerist hjá öllum. Konum og körlum. Frægum og ríkum.
Stella Friberg í bókinni, Allt á floti eftir Kasju Ingemarsson, á allt sem ein kona getur óskað sé. Hún er frægur og ríkur metsöluhöfundur og hún á kærasta sem er flottur og frægur eins og hún. Stella er líka mjög fallega og alltaf mjög smart.
Í upphafi bókarinnar er Stella nýflutt í draumíbúðina en einn daginn fer að leka í baðherberginu og það þarf að láta laga lekann. Þetta setur allt hennar líf úr skorðum. Hún er undir mikilli pressu, hún þarf líka að ljúka tíundu bókinni í bókaflokknum um Francisku Falke. Lagfæringarnar á íbúðinni trufla hana mikið við skrifin, en forlagið vill fá handritið á réttum tíma. Klukkan tifar...
Þetta er skemmtilega skrifuð skvísubók og flestar konur ættu að geta lifað sig inní vandræði Stellu. Stella Friberg virðist þó ekki vera mjög skemmtileg. Hún virkar nokkuð hrokafull á mig. En hún hefur líka mikla minnimáttarkennd gagnvart öðrum rithöfundum. Einkum þeim sem skrifa fagurbókmenntir. Það er kannski skýringin á hrokanum. Samskipti hennar við foreldrana eru líka stirð. Svo, þrátt fyrir að vera falleg, fræg og rík, þá er líf hennar ekki endilega öfundsvert. Hún er mannleg. Við getum fundið til með henni og það viljum við gera þegar við lesum bækur. Finna til og gleðjast með þeim sem við lesum um. Við gerum það þegar við lesum Allt á floti.
-eg
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:50 | Facebook
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.