3.11.2010 | 16:42
Skemmtileg Laxdæla
Mér létti eiginlega að Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir rithöfundur er ekki orðin að reifarahöfundi. Því þó að blóð renni ómælt í nýjustu sögu hennar, Mörg eru ljónsins eyru, þá er sagan langt því frá að vera hefðbundinn krimmi. Hún er eitthvað miklu meira.
Hér lifnar Laxdæla fyrir okkur sem legið höfum í henni eitthvert skeið. En um leið er sagan skemmtileg og vel gerð lýsing á nútíma Íslendingum, eiginlega hrunbókmennt, svo mjög sem hún fylgir sögupersónunum eftir inn í síðustu ár vitleysunnar. Það er helst að einhver epísk óþolinmæði í mér væri stundum að horfa til þess að skáldið Þórunn hætti lýsingum sínum en sumar þeirra eru samt snilldarvel gerðar og áreiðanlega eru aðrir lesendur sem hefðu viljað gefa þeim meira rými.
Þórunni tekst þar á köflum að spinna og tvinna saman náttúrulýsingum og sálarlífi þannig að lesandinn hverfur með henni inn í stað, stund og vitundarlíf misgalinna nútímalegra Laxdæla.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.11.2010 kl. 13:00 | Facebook
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.