Leita í fréttum mbl.is

Skemmtileg Laxdæla

Mér létti eiginlega að Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir rithöfundur er ekki orðin að reifarahöfundi. Því þó að blóð renni ómælt í nýjustu sögu hennar, Mörg eru ljónsins eyru, þá er sagan langt því frá að vera hefðbundinn krimmi. Hún er eitthvað miklu meira.

Hér lifnar Laxdæla fyrir okkur sem legið höfum í henni eitthvert skeið. En um leið er sagan skemmtileg og vel gerð lýsing á nútíma Íslendingum, eiginlega hrunbókmennt, svo mjög sem hún fylgir sögupersónunum eftir inn í síðustu ár vitleysunnar. Það er helst að einhver epísk óþolinmæði í mér væri stundum að horfa til þess að skáldið Þórunn hætti lýsingum sínum en sumar þeirra eru samt snilldarvel gerðar og áreiðanlega eru aðrir lesendur sem hefðu viljað gefa þeim meira rými.

Þórunni tekst þar á köflum að spinna og tvinna saman náttúrulýsingum og sálarlífi þannig að lesandinn hverfur með henni inn í stað, stund og vitundarlíf misgalinna nútímalegra Laxdæla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband