Leita í fréttum mbl.is

Gerhardi sjálfur 9. og 10. útgáfa

Hugvekjur Gerhards voru eitt helsta guðræknisrit lútherskrar kristni á 17. öld. Þær komu fyrst út í Þýskalandi árið 1606 og náðu brátt mikilli útbreiðslu.

Þær voru þýddar á mörg tungumál og er íslenska áttunda tungumálið sem þær voru þýddar á. Þær komu fyrst út hér á landi árið 1630 og átta sinnum eftir það, síðast 1774. Að auki eru þær til í nokkrum handritum. Gerhardshugvekjur hafa haft mikil áhrif á trúarleg viðhorf Íslendinga og m.a. eru augljós áhrif hans á Hallgrím Pétursson.102_5320

Tíunda útgáfa Gerhardis kom svo út hjá Háskólaútgáfunni 2004 og það eintak má kaupa hér fyrir 5490 krónur. En við eigum líka eintak af níundu útgáfunni frá 1774, gamallúið en fallegt eintak sem vantar aðeins aftan á. Á titilsíðu heitir ritið:

Heilagar Hugvekiur, Þienande til þess, Ad ørva og upptendra þann inra Mannenn, til sannarlegrar Gudrækne og Goods Sidferdis / Samannskrifadar fyrst i Latinu, Af þeim Virduglega og Haa-Lærda Doctore Heilagrar Skriftar, IOHANNE GERHARDI ; Enn a Islendsku wtlagdar, Af Þeim Virduglega Herra, H. Thorlaake
Skwla-Syne, Byskupe Hoola-Styptis.

 


Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband